Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 20
-x -x -X -x * -x —K -K -K * -x * -K Pistlar. Hann er alltaf «ð koma . . . Til hvers? „Hann kemur . . . Hann er alltaf að koma.“ Aldrei liggur hið hljóðlausa fótatak hans eins í loftinu og fyrir og um jól- in, en hvert augnablik hverrar aldar, hvern dag og á hverri nóttu er hann alltaf að koma. Þessi trú og þessi boðskapur er lífæð kirkjunnar, enda lýk- ur fyrsta guðspjallinu með þessu fyrirheiti hins upprisna: Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar. 1 þeirri vissu tóku frumlærisveinarnir til óspilltra málanna við að kristna heiminn. Þeir voru sannfærðir um, að vegur- inn, — eftirbreytni Krists, — væri bezti lífsvegur bæði ein- staklinga og þjóða. Þeirri hugsjón helguðu þeir lif sitt, og í þeirri von dóu þeir allir. Ég er viss um, að ef einhver heldur að þetta séu tóm orð, að Hann sé alltaf að koma, — ef vér heyrum ekki fótatak hans í ös og önn og háreysti daganna og glaumi nætur, er það sakir þess, að vér hlustum ekki nógu ákaft og af öllu hjarta eftir því, líkt og barn þráir komu þess, sem það ann. Ungur guðfræðingur ætlaði að fara að taka prestsvígslu. Hann hafði alltaf haft hug á því og stefnt að þvi marki. En þegar að því kom, að hann átti að fara að bera nokkurs kon- ar ábyrgð á boðskapnum, boða sannleikann eins og hann vissi hann beztan, og tala um hinn upprisna af fullri sann- færingu, fór honum líkt og manni, sem býr sig út í sorta- hrið á skammdegisnóttu. Er hann nógu öruggur um veginn og úthaldið? Ungi maðurinn kraup í hugarangist sinni á kné, og bað líkt og maður, sem flýtur í stórfljóti og fálmar eftir bakkamnn. Bað Guð að gera sér ljóst, að Bók bókanna hefði sannleika að flytja, — og að Drottinn væri upprisinn, og á veginum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.