Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Page 18

Kirkjuritið - 01.10.1959, Page 18
Það er brattgengt til stjarnanna. (Synoduserindi 1959.) Leiðir manna liggja víða og í allar áttir. Sumir virðast óneit- anlega vilja gera sér sem hægast fyrir, leita undan brekkunni og láta fljótast með straumnum, aðrir klöngrast einstigi og ófærur og klífa þrítugan hamarinn í þeirri von að komast að endingu upp á tindinn. Fyrir nokkrum árum las ég myndskreytta grein í merku sagnfræðitímariti, sem mér er enn næsta hugstæð. Þar segir frá fyrirbrigði, sem oss Islendingum kemur harla ókunnuglega fyrir sjónir og sýnist að líkindum fjarstætt og torskilið. í norðvesturhluta Þessaloníku á Balkanskaga eru hin forn- frægu Pindasfjöll. Þar kemur upp áin Peneios og rennur um hinn einkennilega og fagra Tempedal að rótum Ólympusfjalls, — bústaðar guðanna að trú Grikkja. Dalur þessi er aðeins um 30 metra á breidd, þar sem hann er þrengstur, en þegar hann vikkar og nálgast frjósamt sléttlendið, mæta augunum einstök náttúruundur. Öðrum megin árinnar standa þarna f jöldi strípa eða klettadranga, líkt og risavaxnir steingerðir trjástofnar. Rísa þeir misstrjált á um það bil einnrar fermilu svæði og gnæfa sumir 2—300 fet upp í loftið. Virðist svo sem þeir muni vera með öllu ókleifir, og ekki öðrum fært en fuglinum fljúgandi að tylla sér á koll þeirra. Þeim mun meiri verður undrun þeirra ferðamanna, sem þessar slóðir gista, þegar þeir sjá, jafnvel úr mikilli f jarlægð, að efst uppi á mörgum þeirra eru miklar bygg- ingar, líkt og höggnar úr sjálfu standberginu og sumar inn í það. Þetta eru Meteoraklaustrin, — eða loftklaustrin nafnfrægu, sem ekki eiga sinn líka í víðri veröld. Hér gefst ekki tími til að rekja sögu þessarar undarlegu ein- setustaða. Ég stikla aðeins á tveim, þrem atriðum. Upphaflega

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.