Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Page 20

Kirkjuritið - 01.10.1959, Page 20
354 KIRKJURITIÐ hann sér miklu meiri sæmd og vegsauka og vænlegra til eilífs unaðar, að bera hina óbrotnu og lítilfjörlegu munkahettu heil- ags Basilíusar en demantsskreytt ennishlað Miklagarðskeisara. Og ólíkt vænna þótti honum um óskreyttan og þægindalausan munkaklefann en hin skrautlegu og hagbúnu salarkynni hallar sinnar. Þessi klaustur og saga þess konunglega munks, sem hér hefir verið vikið að, er eitthvert Ijósasta dæmi þess í mínum huga, hvað trúarhugsjónir geta leitt menn langt frá alfaravegi, knúið þá til gjörtæks heimsflótta og sjálfsafneitunar, gert þeim fært að klífa hátt — og raunar höggið þá til, — eins og þeir sjálf- an klettinn. Þess vegna dró eg þessa mynd upp í ákveðnum tilgangi — eg bregð henni upp sem dagljósri og stórfenglegri mótsögn þeirrar heimshyggju, sem vér erum flest haldin af. Því að vér erum ekki aðeins jarðbundin í líka átt og ungar, sem enn eru ófleygir. Ekki heldur aðeins heimselsk kynslóð guðfræðilega talað, — þess háttar orðatiltæki skipta menn litlu máli. — Nei, vér erum blákaldir vísindalegir efnishyggjumenn, — svo talað sé tungu vestrænna nútíðarmanna. Það er staðreynd, sem allt of fáir gera sér ljósa, að því fer víðsfjarri, að „dialektisk11 eða, ef svo mætti orða það, hrein- ræktuð og rökrétt efnishyggja ríki aðeins austan „járntjalds11 eða á bak við „bambustjaldið“, eins og komizt er að orði. Enda er hún alls ekki þar upprunnin, heldur í Englandi og Þýzkalandi, og hennar höfuðlærifaðir, Marx, af gyðinglegum stofni. Vestræn nútíðarmenning er gegnsýrð efa um tilveru nokkurs persónu- legs og andlegs guðdóms. Hugsjón hennar og viðleitni er fyrst og fremst rannsókn sýnilegra og áþreifanlegra hluta, og tilgang- urinn ekki sízt sá, að unnt verði að njóta sem allra bezt jarð- neskra gæða. Ekki eingöngu af því, að það er í sjálfu sér æski- legt, að sem flestum líði á allan hátt sem bezt í lífi sínu hér á jörð, heldur einnig sakir hins, að menn telja vart vonandi, hvað þá treystandi á, að nokkuð æðra og andlegs eðlis sé til, eða um nokkurt framhald lífsins eftir dauðann að ræða. Ég ætla ekki að svo stöddu að víkja að því, hvert þessi stefna leiðir í sinni róttækustu mynd og sé henni fylgt út í æsar. Hinu vildi eg aðallega leitast við að svara, hvaða ávexti sú hugsjón, sem ég vék fyrr að, — hugsjón trúarinnar, — hefir borið feg-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.