Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Page 23

Kirkjuritið - 01.10.1959, Page 23
KIRKJURITIÐ 357 sem styggði upp ljóðin mín öll svo liðu þau sönglaust frá mér, sem vængbraut þá hugsun, sem hóf sig á loft og himininn ætlaði sér.. Þannig tókst hvorugu þessu skáldi að ná „alefling andans“, eins og Jónas orðar svo fagurlega. Og höfðu þó bæði sannar- lega hug á að fara hinar bröttu leiðir. Og það er víst um Einar, að hann gekk þess ekki dulinn, hver hún er hin æðsta og innsta þrá mannanna: Heimþrá vor til Guðs er lífsins kjarni ... Og: Veiztu — það eitt, sem sá voldugi ann, er veröld, sem hjartað býr sér til. Sálin, hugurinn, á að vera spegill Guðs og andsvar anda hans. Einar vissi líka með fullri vissu, að andleg auðlegð fæst ekki árangurslaust, né verður maðurinn frekar en steinninn slípaður í hendingskasti, og enginn stekkur til stjarnanna eins og upp á þúfu. ... Gegnum margar þrengingar ber oss inn að ganga í guðsríki, segir í Postulasögunni. Sjálfur frelsarinn mælti jafnvel: Enginn, sem leggur hönd sína á plóg- inn og lítur aftur, er hæfur til guðsríkis. Og enn: Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér, taki upp kross sinn og fylgi mér. Vort verðmæti gegum lífið er fórnin, — en til þess veit eilífðin alein rök. Af þessu ætti oss að skiljast, að það er hvorki svo ákaflega tor- skilið né fráleitt, hvað margir menn hafa lagt mikið í sölurnar, að vorum dómi, fyrir þá hugsjón sína að vaxa mót himninum. Heldur ekki kannske svo mjög að undra, að vér stöndum flest onn við brekkuræturnar ... og berum þess merki. En nú vaknar þessi megin-spurning: Borgar sig að leggja á þessar bröttu leiðir? Hafa þeir menn, sem vitandi vits, af brenn- andi þrá, afdráttarlausri sjálfsafneitun, óslökkvandi þekkingar- þorsta og háleitri hugsjón hafa leitað lifandi Guðs, æðstu sann- inda og hinztu raka —, hafa þeir í raun og sannleika komizt oðrum mönnum lengra — orðið manna beztir? Eða hafa þeir að mestu eða öllu unnið fyrir gíg?

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.