Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Side 33

Kirkjuritið - 01.10.1959, Side 33
KIRKJURITIÐ 367 andlegum (svo sem opinberum skriftum) og veraldlegum (t. d. fangelsisvistum). Kalvín átti meira skylt við spámenn ísraels bæði í boðskap sínum og safnaðarstjóm en Luther og Zwingli. Hann gerir eins og spámennirnir þá meginkröfu, að menn sýni trú sína í verki. Brandur Ibsens er að mörgu leyti í ætt við hann. Þótt oss virð- ist strangleikinn keyra fram úr hófi bæði í trúarboðuninni og siðferðiskröfunum, verður því ekki neitað, að Kalvínistar eiga margt til síns máls, engu síður en við Luthersfylgjendur. Og í breytni og framkvæmdum hafa þeir sizt staðið oss að baki. Þessi Kalvínsminning getur m. a. rifjað það upp fyrir oss, að kristindómurinn er ekki túlkun eins eða neins guðfræðings né guðfræðistefnu, Drottinn Kristur er eins og Guð faðir hafinn yfir alla guðfræði. Hver, sem leitar sannleikans um Jesúm Krist, verður að biðja um leiðsögn Guðs anda og reyna að skilja frá- sagnir og boðskap sjálfra guðspjallanna. Skýringarrit og hug- leiðingar lærðra manna koma þar að miklu haldi. En fari menn að trúa á einhvern leiðtoga eins og Lúther eða Kalvín, eru þeir búnir að skapa sér nýjan páfa. Mér finnst rétt að viðurkenna það hreinskilnislega, að ekki er vitað, að neinn hafi nokkru sinni skilið Krist algerlega til fullnustu, hvað þá lifað fullkom- lega kristnu lífi. En í öllum kirkjudeilum eru fjölda margir, sem þrá það og gera sér sem mest far um að geta það. Og þeir eru bezt kristnir, hvaða sérkreddur, sem þeir kunna að hafa. Ég hygg, að Jóhann Kalvin hafi verið einn í þeirra hópi. Viöey. Ein þeirra hugmynda, sem iðulega hafa skotið upp kollinum í viðræðum manna og eins í blöðunum, er sú, að gera eigi Viðey að skemmtigarði og jafnframt gæta þar sögulegra minja. Mér hefir líka fundizt þetta vera rétt og skylt, og undrast, að ekki skuli þegar hafinn verulegur undirbúningur í þá átt. Vart getur hjá því farið, að þetta hlyti fljótt að borga sig. Bæði eyjan sjálf °g lega hennar er svo ákjósanleg til þessara hluta sem verið getur. Ekki nema steinsnar út í hana, gróður mikill og enn betri ræktunarskilyrði; umhverfið og útsýnið margbreytilegt og undrafagurt. Og höfuðstaðinn vantar svona almennings sumar- Paradís, hliðstæða t. d. Kew Gardens í Thamesfljóti, þótt með allt öðru sniði væri.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.