Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Qupperneq 39

Kirkjuritið - 01.10.1959, Qupperneq 39
KIRKJURITIÐ 373 Gagnvart þessu er ekki hægt að sitja auðum höndum, enda leita menn stöðugt ráða, hvernig úr megi bæta. Og með sam- stilltum átökum má mikið gera. Kærleikurinn knýr oss. Hvort tveggja er fyrir hendi: Kirkjan er sýnileg stofnun og ósýnilegt hlið himins, og mannsálin á óslökkvandi þrá eftir Guði. Þetta tvennt þarf sama farveg í tímans straumi. Hverri kirkju er brýn nauðsyn að söfnuðurinn sýni hollustu við málefnið, komi reglulega til messugjörða. Fyrirmyndina gaf Kristur í 4. kafla hjá Lúkasi, en þar stend- ur, að hann hafi gengið inn í samkomuhúsið í Nazaret á hvíld- ardegi eins og hann var vanur. Leiðir til úrbóta. Á hinum Norðurlöndunum hefir ýmislegt verið gert til að brúa bilið, sem er milli kirkjunnar og safnaðanna, og skapa nýjan áhuga. Til þess eru dönsku lýðháskólarnir, smákirkju- hreyfingin, hinn svo kallaði „Köbenhavns kirkefont", unglinga- hreyfingin, Sigtúnastofnunin, leikmannahreyfingin, diakonur, hin fórnfúsa þjónusta og gjafirnar. Eg minnist á þetta vegna þess, að kirkjuvikan er orðin til af knýjandi þörf. Margt hefir verið gert til að efla áhrif kirkj- unnar með þjóð vorri. Og kirkjuvikan er einn liður í því starfi. Mér finnst afstaða manna til kirkjunnar vera að breytast. Ég er bjartsýnn á framtíðina. Sá, sem er með oss, hefir þegar sigr- að heiminn, og hví skyldi kirkja hans þá ekki vera bjartsýn? Hvatamenn. Fyrstu kynni mín af gildi kirkjuvikunnar voru þau, að fyrir tveimur árum kom ég í prestakall séra Ólafs Skúlasonar í Vest- uiheimi. Hann fræddi mig um það, að kirkjuvikan hefði reynzt ser bezt til að efla safnaðar- og trúarlíf. Og hann hvatti ein- dregið til þess, að vér reyndum þá aðferð hér heima. Það, sem endanlega hratt málefninu af stað á Akureyri, var oma séra Haralds Sigmar norður. Hann sparaði hvorki tíma ne þekkingu sína til að gefa oss sem bezta hugmynd um þetta mál.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.