Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Page 42

Kirkjuritið - 01.10.1959, Page 42
376 KIRKJURITIÐ Frá árshátíS ÆskulýSsfélags Akureyrar. FormáSur aSaldeildar afhendir tveimur sveitarforingjum verSlaun fyrir beztu fundarsókn á vetrinum. í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. Aösóknin mjög góö. Þessi var tilgangurinn: Að hjartað fengi frið og hvíld fyrir trú á Guð og lofgjörð til hans vaknaði við nýjan dag. Hvernig var kirkjuvikan sótt? Því er fljótsvarað. Hún var vel sótt. Aðsóknin fór vaxandi eftir því sem á leið. Seinasta kvöldið, föstudaginn 13. marz, var kirkjan yfirfull, margt fólk stóð frammi við dyr, þó að 60 aukastólar úr kapellunni væru notaðir. Það vakti gleði að sjá fólk streyma til kirkjunnar. Hér var brot af vakningu. Kirkjuvikan var orðin að sæluviku í trúar- legri merkingu. Það var gæfa að geta samstillt hjörtun í Guðs húsi. Kirkjan á dagskrá. Nokkuð stór hópur hafði sótt hverja einustu samkomu. Menn, er sökum annríkis gátu haft legio af ástæðum vegna fjarveru sinnar, voru samt mættir. Kirkjuvikan var þeim leið að fótum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.