Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 8

Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 8
438 KIRKJURITIÐ En fyrir framan okkur sat maður með bók í liendi og söng há- stöfum. Faðir minn sagði: „Viltu lofa drengnum að horfa á bókina með þér, hann langar svo mikið til að syngja“. Maðurinn liallaði sér að mér og við sungum báðir fullum rómi. Ég var smaladrengur austur í sveit. Hvað fær jafnast á við þá hátíð, er hinn bjarti sunnudagur rann upp, og ég fékk að fara ríðandi til Reykjakirkju í Ölfusi. Oft liugsa ég um þá kirkjuferð, er ég horfi á þessi orð: „Kirkjan í svipliýrri sveit við sólheiðum vormorgni hrosti“. Nú liggur leiðin til annara landa. Haustið 1902 held ég til Kaupmannahafnar. A leiðinni er komið til Edinborgar á sunnu- degi. Ég var þar í kirkju. Tvær brosandi konur bentu mér á sæti, fengu mér Biblíu og sáhnabók, svo að ég gæti fylgzt með því, sem fram fór. Það var fyrsta kirkjuganga mín á erlendri grund. Næsta sunnudag var ég í Kaupmannahöfn. Séra Friðrik Friðriksson var þar staddur. Mæltum við okkur mót á sunnu- dagsmorgni við Andrésarkirkjuna, og ákváðum að vera saman til altaris. Áður en guðsþjónustan liófst, var lialdin skriftaræða í herbergi nálægt kórnum. Presturinn stóð við dyrnar, tók 1 hönd allra og sagði: „Velkominn“. Að lokinni þeirri athöfn var gengið inn í kórinn, presturinn stóð við dyrnar, og aldrei gleymi ég því, er hann þrýsti hönd mína og sagði: „Guð blessi yður“. Þá fannst mér, að æskuár og nám hefðu lilotið vígslu. Ég er þakklátur fyrir hinar mörgu stundir, er ég hef átt 1 kirkjum í Kaupmannahöfn. Ég lilustaði á hina snjöllu presta, Paulli, Fenger, Steen, Ussing, Fibiger og Richard. Þar var boð- skapur liinnar lifandi trúar. Kirkjurnar fylltust of lofsyngjandi söfnuði, og álirifin frá þessum stundum eru mér enn til bless- unar. Haustið 1904 andaðist Niels Finsen. Jarðarför lians fór frani frá Marmarakirkjunni. stúdentum frá Garði (stúdentabústaðn- um, þar sem Finsen hafði búið) var boðið í kirkjuna og þess getið um leið, að 2 af þeim skyldu vera Islendingar. Þannig komst ég í kirkjuna. Presturinn sagði: „Sálmarnir, sem liér eru sungnir í dag, eru valdir af Niels Finsen“. Menn litu á prentað blaðið og sáu, að sunginn yrði sálmurinn „Þín miskunn, o, Guð“. Sungið var á dönsku. Allir sungu, og mér fannst kirkjan

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.