Kirkjuritið - 01.12.1962, Page 13

Kirkjuritið - 01.12.1962, Page 13
KIRKJURITIÐ 443 ir af beinum Meistara Jóns komið fyrir almenningssjónir fyrr en liér í Jjlaðinu í dag. Það er þó kunnara en frá þurfi að segja, að fólk hér á landi liefnr óvenju lifandi áliuga á öllum sögulegum fróðleik og forn- minjum, og þess vegna óskaði Vísir eftir þessu viðtali við pró- fessor Jón Steffensen, sem hefur mælt og rannsakað bein bisk- upanna, og veitti hann góðfúslega viðtalið og leyfi til að taka rnyndirnar sem fylgja því. Mfíistari Jón 167 cm hár Það hefur að sjálfsögðu verið farið einkar virðulega og ná- kvæmlega með bein biskupanna, eins og fornminjum sæmir og niannabeinum sérstaklega. Þau bafa verið í góðum böndum nærfærinna vísindamanna og mun fundur Jieirra og þær rann- sóknir, sem á þeim bafa verið gerðar, óefað verða til þess að tengja þjóðina enn traustari böndum við fortíð sína og sögu, og Skálholt sérstaklega, eins og fundur kistu Páls biskups lief- ur þegar gert. Ætla má að fólk hafi almennt langmestan áhuga á að frétta af þeim minjum um Vídalín, sem prófessor Steffensen hefur undir höndum, og þess vegna spurðist blaðið sérstaklega fyrir Um þær. Prófessor Steffensen sagði að bonum reiknaðist svo til, út frá mælingum beinanna, að Meistari Jón Vídalín liefði verið 167 cm á Iiæð, að líkindum í meðallagi hár, miðað við jieirra tíma kynslóð, e. t. v. í lægra meðallagi. Steffensen álítur að höfuðstærðin bafi samsvarað líkamsstærðinni. Allar tennur heilar Mörgum mun verða Jjað fyrir, er þeir virða fyrir sér höfuð- kúpu Meistara Jóns, að gefa sérstakan gaum að munnbeinum liessa kröftugasta prédikara, sem þjóðin hefur eignazt. Tennur lians eru allar lieilar enn í dag, eftir 242 ár. Hann hefur vissulega ekki þurft að drepa í skörðin. Ekki liefur það dregið úr liinu kröftuga og magnaða orðbragði. Kjálkabeinin virðast einnig vera liin öflugustu og eru lieilleg. Um tennurnar er Jjað annars, frekar að segja, að þær eru all-sérkennilegar, einkum framtennurnar í neðra gómi. Þær ganga nokkuð á mis- víxl, sumar vísa töluvert inn í munninn, aðrar dálítið út. Tvær

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.