Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 6
Séra Bjarni Jónsson: Ég var í kirkju Hversu yndislegir eru bústaöir þínir, Drottinn liersveitanna. Sálu mína langaði til, já, liún þráði forgarða Drottins; nú fagn- ar lijarta mitt og liold fyrir hinum lifanda Guði. Ég kannast við gleðina, sem lýst er í þessum orðum. Með sanni get ég sagt, að mig langaði í kirkju. Þegar á barnsaldri rataði ég þangað. Tæpra 7 ára var ég, er ég var í kirkjunni 30. sept. 1888. Þá vígði Pétur biskup 9 presta. Heyrði ég þá gamla biskupinn tóna og flytja ræðu. Þremur dögum seinna varð Pétur biskup áttræður, og í sömu vikunni fæddist Ásmundur, er síð- ar varð biskup. Af þessu má sjá, að ég kann þó nokkuð í kirkju- sögu. Gamlárskvöld 1888 prédikaði Hannes Þorsteinsson, man ég vel þá stund. Oft fór ég með foreldrum mínum í kirkju, og oft fór ég þang- að einn. Vel beyrðist þá, er klukkunum var bringt. Jólin nálg- uðust. Hvílík eftirvænting. „Það er byrjað að hringja“, sagði fólkið. Gengið var til kirkju. Mér lieyrðist klukkur dómkirkj- unnar segja: „Gleðileg jól, gleðileg jól“. Kveikt var á kertaljós- um í kirkjunni, og beið þyrpingin fyrir utan, meðan verið var að kveikja. Birtan færðist smátt og smátt nær dyrunum, eftir því sem ljósin voru kveikt inni í kórnum og endað í fordyrinu. Dyrnar opnuðust. Kirkjan troðfylltist. Hvílík dýrðarbirta af liinum titrandi ljósum. Nú bljómuðu jólasálmarnir. Þar var lija oss friðarengill blíður, er ldustað var á lieilagan boðskap jól- anna. Aldrei gleymi ég því, er ég stóð inni á rniðjum ganginum, og sungið var: „Hvert fátækt hreysi höll nú er, því Guð er sjálf- ur gestur hér“. Ég söng þessi orð og var viss um, að nú mundu hin fátæku híbýli heima breytast í liöll, er Guð sjálfur kænii í heimsókn. Ég ldakkaði til þess að koma heim. Allt var þar í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.