Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 6

Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 6
Séra Bjarni Jónsson: Ég var í kirkju Hversu yndislegir eru bústaöir þínir, Drottinn liersveitanna. Sálu mína langaði til, já, liún þráði forgarða Drottins; nú fagn- ar lijarta mitt og liold fyrir hinum lifanda Guði. Ég kannast við gleðina, sem lýst er í þessum orðum. Með sanni get ég sagt, að mig langaði í kirkju. Þegar á barnsaldri rataði ég þangað. Tæpra 7 ára var ég, er ég var í kirkjunni 30. sept. 1888. Þá vígði Pétur biskup 9 presta. Heyrði ég þá gamla biskupinn tóna og flytja ræðu. Þremur dögum seinna varð Pétur biskup áttræður, og í sömu vikunni fæddist Ásmundur, er síð- ar varð biskup. Af þessu má sjá, að ég kann þó nokkuð í kirkju- sögu. Gamlárskvöld 1888 prédikaði Hannes Þorsteinsson, man ég vel þá stund. Oft fór ég með foreldrum mínum í kirkju, og oft fór ég þang- að einn. Vel beyrðist þá, er klukkunum var bringt. Jólin nálg- uðust. Hvílík eftirvænting. „Það er byrjað að hringja“, sagði fólkið. Gengið var til kirkju. Mér lieyrðist klukkur dómkirkj- unnar segja: „Gleðileg jól, gleðileg jól“. Kveikt var á kertaljós- um í kirkjunni, og beið þyrpingin fyrir utan, meðan verið var að kveikja. Birtan færðist smátt og smátt nær dyrunum, eftir því sem ljósin voru kveikt inni í kórnum og endað í fordyrinu. Dyrnar opnuðust. Kirkjan troðfylltist. Hvílík dýrðarbirta af liinum titrandi ljósum. Nú bljómuðu jólasálmarnir. Þar var lija oss friðarengill blíður, er ldustað var á lieilagan boðskap jól- anna. Aldrei gleymi ég því, er ég stóð inni á rniðjum ganginum, og sungið var: „Hvert fátækt hreysi höll nú er, því Guð er sjálf- ur gestur hér“. Ég söng þessi orð og var viss um, að nú mundu hin fátæku híbýli heima breytast í liöll, er Guð sjálfur kænii í heimsókn. Ég ldakkaði til þess að koma heim. Allt var þar í

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.