Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 9
KIRKJURITIO 439 lyftast, er komið var að síðustu orðum í sálminum: „Vor Guð, þínu’ í ljósinu ljós sjáum vér, og lífsins er uppspretta hjá þér“. Þá glitruðu tár í augum, er menn eftir ósk ljóslæknisins sungu um Ijós Guðs og uppsprettu lífsins. Þar ríkti ekki þögnin, en þar liljómaði hinn þróttmikli lofsöngur allra viðstaddra. Ég átti því láni að fagna að tengjast vináttuböndum við 01- fert Richard. Fyrir tilstilli lians var mér boðið að dvelja í sum- arleyfi hjá prestshjónum á Lálandi. Presturinn liét Bachevold, eldheitur áliugamaður, og þau hjónin bæði höfðu um áratugi starfað á sama staðnum. Þar sá ég hið blómlegasta safnaðarlíf. Kirkjurnar troðfullar hvern sunnudag, og á sunnudagskvöldum samkoma í tniboðshúsinu. Þessu hefur Kaj Munk lýst mjög vel í bókum sínum. Átti hann heima skannnt þar frá og var, er hann var drengur, í sunnudagaskóla lijá frú Baclievold. Ég var oft, bæði í sumarleyfi og á jólum, á heimili þessu. Þar hlustaði ég með þakklátri gleði, er talað var um stórmerki Guðs. Jóla- skemmtun fyrir börn var haldin í trúboðshúsinu. Kaj Munk var meðal harnanna. Þar sá ég drenginn með hin leiftrandi augu. Um þessa liátíð segir hann í minningum sínum: „Ég fann það svo greinilega, að englarnir voru í trúboðshúsinu“. — Víða hef ég verið í kirkju í Danmörku og einnig prédikað þar í ýms- um kirkjum. Ég vil með þakklæti kannast við þá blessun, sem ég þar varð aðnjótandi á æskuárum mínum. Hvar sem ég lief ferðast í öðrum löndum, hefur leið mín legið til kirknanna. En þegar ég lief verið í hinum skrautleg- ustu kirkjum og dvalið þar á hátíðlegum stundum, hefur hug- urinn ávallt leitað liingað heim. Að loknu námi í Kaupmannahöfn fluttist ég til ísafjarðar. Var ég þar um þriggja ára skeið. Þar fékk ég góða æfingu til undirhúnings prestsstarfi. Séra Þorvaldur Jónsson prófastur var lærður vel og lesinn, guðelskandi og samvizkusamur, prúð- menni í orði og í verki. I kirkju hans var ég á öllum helgidög- um, og þar prédikaði ég oft, og við það jókst mér hugrekki, er ég hug8aði til væntanlegs prestsstarfs. Margar eru mínar kirkjuferðir, margar minningar frá gleði- og sorgarstundum, og margar ræðurnar, sem flestar eru gleymd- ar. Þegar ég vígðist prestur, var kirkjan, eins og oft er sagt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.