Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 48
478
KIRKJURITIÐ
með sameiginlegum Hallgrímsdegi einhvern tíma á föstunni,
þar sem tekið væri á móti samskotum til kirkjunnar og um
leið minnst þeirrar blessunar, sem íslenzka kirkjan og þjóðin
öll hefur liaft af Passíusálmunum. — enn eiga þeir sálmar
svo sterk ítök, að minnsta kosti með eldri kynslóðinni, að mörg-
um myndi finnast það kærkomið tækifæri að geta verið þátt-
takandi í þessu byggingarstarfi. Hér yrði aðeins um ósk og
tilmæli að ræða til hinna einstöku safnaða, og þá myndu þeir,
sem vildu og gætu, orðið aðilar í samstarfinu og myndað frjáls
samtök áhugafólks um byggingu kirkjunnar og minnisvarðans.
Ég er viss um, að blessun myndi koma frá slíku samstarfi. —
Það gæti ekki aðeins orðið lyftistöng við það mikla átak, sem
enn þarf til þess að koma kirkjunni upp, — heldur verða trú-
arlífinu sjálfu ávinningur, hinu eiginlega byggingarstarfi. —-
Ég lief þá trú, að frá musterinu á Skólavörðuliæð verði andi
og kraftur Passíusálmanna mikill, ekki aðeins fyrir Reykja-
víkurbúa, lieldur landsbyggðina í heild. — Það, sem í Reykja-
vík gerist kemur með krafti út um byggðir landsins, eins og
þegar lijartað dælir lífsvökvanum um mannslíkamann. — Þess
vegna þurfum vér ekki aðeins margar og hæfilega stórar kirkj-
ur í höfuðstaðnum, heldur og líka að vonin, bundin við þetta
stóra musteri, megi rætast sem fyrst.
Líkan Hallgrímskirkju er mér minnisstætt síðan ég sá það
fyrst. Það er fagurt og á þessari liæð mun kirkjan rísa í mildi
og tign og setja sinn svip á höfuðborgina. — Sérstaklega verður
fagurt og tilkomumikið að ganga upp Skólavörðustíg og sja
liinn mikla turn kirkjunnar blasa þar við. — Kirkjan mun
predika sjálf, minna á vorn himneska föður, sem veitir öllum
hlessun sína, er í liús lians ganga.
Lögmannshlíöarkirkja var 100 ára 11. nóv. 1 tilefni þess inessaði biskup-
inu yfir Islandi þar þann dag, og niargt fleira var þar til liátíðalirigða.
Au'ður Eir Vilhjálmsdóttir cand. theol. prédikaði við síðdegisguðsþjon‘
ustu í Hallgrímskirkju í Reykjavík, 11 nóv. s. 1. Mun það í fyrsta sinn seni
kona flytur slíka prédikun í kirkju liérlendis.