Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 38
468 KIRKJURITIÐ — Aðeins 16. Þrír eru liér í Þórsliöfn. Nú stendur fyrir dyr- um að byggja nýja kirkju, og jafnskjótt og það liggur Ijóst fyrir, livar kirkjan á að standa, verður liafizt lianda. Peningana liöfum við. — Prestarnir eru sextán, en livað eru kirkjurnar margar? — Það eru margar kirkjur liér, ef tekið er tillit til þess, livað fátt fólk er á eyjunum. Kirkjurnar eru 58, margar eru fremur smáar — eða fyrir um 200 manns, en ýmsar em aftur stærri eins og kirkjan í Þórshöfn, sem rúmar um 600 manns í sæti. Hér eru fjölmargir sértrúarflokkar, sem liafa sína eigin sam- komustaði. Fjölmennastir eru Bræðurnir, sem eru eiginlega Baptistar, en það vilja þeir ekki heita. — Þér prédikuðuð ekki yfir auðum bekkjum á sunnudag- inn. Er kirkjusóknin alltaf svona góð? — Já, kirkjurnar em vel sóttar liér, og það er meiri liætta á, að söfnuðurinn þurfi sjálfur að messa yfir auðum prédikunar- stól, en prestur yfir auðum bekkjum. Þegar vetur er gengiim í garð, geta ófærð og illveður liamlað því, að prestur, sem gegnir víðfeðmu kalli hér úti á byggðunum, komizt í annexíurnar á liverjum sunnudegi. En fólkið kemur samt saman í kirkjunni, og djáknarnir lesa því hin lieilögu orð. — Þér vitið, að íslenzku kirkjurnar eru hálftómar — nema á stórhátíðum. — Hin kirkjulega lífssýn er fast rótgróin með færeysku þjóð- inni, en þróunin miðar í sömu átt liér og annars staðar. Tæknin rífur stoðirnar undan kirkjunni sem stofnun. Þegar ég var drengur var sunnudagurinn lieilagur dagur í Færeyjum. Að vísu er sunnudagurinn ennþá livíldardagur, en helgi hans hefur raskazt með hinum nýja tíma. — Hafa prestarnir hér þá samræmzt nýjum tíma og tekið upp aukna félagslega aðstoð (social work) ? — Nei, við liöldum okkur við hið kirkjulega starf. Að sönnu styðja prestarnir eða beita sér fyrir því, að byggð séu sjómanna- lieimili, barnalieimili og aðrar þær stofnanir, sem þörf er á að rísi lxér í auknum mæli, en hin margflóknu sálfræðilegu vanda- mál og sálarflækjur (komplexar) eru ekki svo mjög á döfinni hér. Hjónaskilnaðir eru fátíðir, en síðustu árin hafa þeir þó farið vaxandi. En það eru ekki sjómennirnir, sem eru að heim- an mestan liluta ársins, sem skilja. Nei, þeirra hjónabönd eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.