Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ 437 liinni skærnstu birtu. Ég fékk ofbirtu í augun, er ég horfð'i á gamla steinolíulampann, því að nú var kominn nýr, livítur postulínslijálmur á lampann, jólagjöf frá föft'ur mínum. Hjálm- urinn var vígður á aðfangadagskvöld, og nú breyttist torfbærinn í töfrahöll og Guð var gestur í bænum. Vel man ég Hallgrím biskup, sem skírði mig, og er liann hætti prestsstarfi 1889, héldu þeir guðsþjónustu í sameiningu, séra Þórliallur, síðar biskup, og séra Stefán Thorarensen. Séra Jó- hann hóf prestsstarf sitt hér 1890. Var ég fjórtán ára fermdur af séra Jóhanni. Fjórtán árum síðar varð ég samverkamaður lians, og vorum við samstarfandi í fjórtán ár. Naut ég föðurlegr- ar umliyggju lians og gleymi aldrei leiðbeiningum lians, mér til blessunar. Ég hef hlustað á alla presta Reykjavíkur, alla þá biskupa og presta, sem voru liér fyrir 70 árum og síðar, og þá, sem eru liér í dag. Til gamans má ég geta þess, að ég hef hlustað á allar próf- prédikanir, sem fluttar liafa verið í Háskólanum. Ég á margar minningar, sem tengdar eru við helgan stað. Þar hlustaði ég á séra Helga Hálfdanarson, er hann flutti síðustu prédikun sína 26. maí 1892. Aldrei gleymi ég jarðarför séra Helga. Hann var jarðsungin í janúar 1894. Þrír prestar, sem þar fluttu ræður, höfðu sama textann: „Lífið er mér Kristur, og dauðinn er mér ávinningur“. Hugðu margir, að það væri sam- anborin ráð, en það var fjarri því. En í ljósi þessara orða sáu þeir, Hallgrímur biskup, séra Þórhallur og séra Jóhann, á hvaða grundvelli séra Helgi hafði byggt trú sína. Að lokinni athöfn- inni í kirkjugarðinum, var aftur gengið til kirkju, og þar sungu stúdentar og skólapiltar latneskan sálm. Man ég vel, hve hátíð- leg þessi stund var. Ég hef hlustað á þá, sem liafa prédikað, en ég hef einnig hlustað á sönginn, og á þakklátar minningar um organista og söngsveitir, og skal aldrei gleyma þeim stundum, er breytt var samkvæmt þessum orðum: „Syngið Drottni nýjan söng“. 1 gömlu sálmabókinni minni sé ég þessi orð: „Forsöngvarinn og fólkið anzar“. Allir eiga að syngja með. En hve safnaðarsöngurinn eykur hátíðina. Einu sinni var ég með föður mínum uppi á norður- loftinu í kirkjunni. Mig langaði til að syngja, því að lagið var svo fallegt. En við höfðum enga bók, og mér lá við að gráta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.