Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 34
464 KIRKJURITIÐ 9. mál Alitsgjörð um endurskoSun á lögum um almannafriS á helgidögum þjóSkirkjunnar Frá allslierjarnefnd ICirkjuþing harniar, að' gildandi lög um alinannafrið á helgidögum þjóð- kirkjunnar hafa í seinni tíð ekki verið haldin sem skyldi. Eru þau óátalið þverbrotin, bæði hvað snertir boðun almennra mannfunda svo og nauð- synjalausa vinnu á þeim tíma, sem friðlýstur er til guðsþjónustuhalds. Ennfremur lýsir Kirkjuþing vanþóknun sinni á því, að ákvæðum laga uin lokun sölubúða á helgum dögum hefur ekki verið framfylgt gagnvart vissri tegund sölustaða, hinum svonefndu „sjoppum“. Þingið tjáir sig ekki reiðubúið að leggja til eða fallast á breytingar á nefndum lögum í grundvallaratriðum,, enda þótt þau falli að sjálfsögðu undir samþykkt Kirkjuþings um endurskoðun kirkjulöggjafar í heild. Því væntir ICirkjuþing þess, að viðkomandi stjórnarvöld gefi lögreglu- stjórum fyrirmæli um að gæta þess, að ákvæði gildandi laga í þessu efni séu haldin. Að lokum vill Kirkjuþing benda á nauðsyn þess, að lög um almannafrið á helgum dögum séu rækilega kynnt almenningi í blöðmn og útvarpi, svo að komist verði hjá því, að brotið sé í bág við helgidagalöggjöfina af ókunnugleika. Samþykkt samliljóða. Frumvarp um kirkjugarSa Auk framantalinna mála fjallaði Kirkjuþing um frumvarp til laga um kirkjugarða, sem lá fyrir síðasta Alþingi eftir sani- þykkt Kirkjuþings 1960, en liafði ekki lilotið afgreiðslu. Var skipuð sérstök nefnd lil samráðs við biskup um samkomulag um ágreiningsatriði, er höfðu hindrað framgang málsins á Al- þingi. Urðu nú nokkrar hreytingar á frumvarpinu frá því sem áður var og samþykkti Kirkjuþing þær allar og frumvarpið svo óbreytt einróma. Þingsályktun að tillögu hiskups utan dagskrár var samþykkt í einu Jiljóði svoliljóðandi: Um leið og Kirkjuþing afgreiðir frá sér frumvarp um kirkjugarða, vill þingið skora á hið liáa Alþingi, að hraða nú afgreiðslu málsins og gera frumvarpið að lögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.