Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 34

Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 34
464 KIRKJURITIÐ 9. mál Alitsgjörð um endurskoSun á lögum um almannafriS á helgidögum þjóSkirkjunnar Frá allslierjarnefnd ICirkjuþing harniar, að' gildandi lög um alinannafrið á helgidögum þjóð- kirkjunnar hafa í seinni tíð ekki verið haldin sem skyldi. Eru þau óátalið þverbrotin, bæði hvað snertir boðun almennra mannfunda svo og nauð- synjalausa vinnu á þeim tíma, sem friðlýstur er til guðsþjónustuhalds. Ennfremur lýsir Kirkjuþing vanþóknun sinni á því, að ákvæðum laga uin lokun sölubúða á helgum dögum hefur ekki verið framfylgt gagnvart vissri tegund sölustaða, hinum svonefndu „sjoppum“. Þingið tjáir sig ekki reiðubúið að leggja til eða fallast á breytingar á nefndum lögum í grundvallaratriðum,, enda þótt þau falli að sjálfsögðu undir samþykkt Kirkjuþings um endurskoðun kirkjulöggjafar í heild. Því væntir ICirkjuþing þess, að viðkomandi stjórnarvöld gefi lögreglu- stjórum fyrirmæli um að gæta þess, að ákvæði gildandi laga í þessu efni séu haldin. Að lokum vill Kirkjuþing benda á nauðsyn þess, að lög um almannafrið á helgum dögum séu rækilega kynnt almenningi í blöðmn og útvarpi, svo að komist verði hjá því, að brotið sé í bág við helgidagalöggjöfina af ókunnugleika. Samþykkt samliljóða. Frumvarp um kirkjugarSa Auk framantalinna mála fjallaði Kirkjuþing um frumvarp til laga um kirkjugarða, sem lá fyrir síðasta Alþingi eftir sani- þykkt Kirkjuþings 1960, en liafði ekki lilotið afgreiðslu. Var skipuð sérstök nefnd lil samráðs við biskup um samkomulag um ágreiningsatriði, er höfðu hindrað framgang málsins á Al- þingi. Urðu nú nokkrar hreytingar á frumvarpinu frá því sem áður var og samþykkti Kirkjuþing þær allar og frumvarpið svo óbreytt einróma. Þingsályktun að tillögu hiskups utan dagskrár var samþykkt í einu Jiljóði svoliljóðandi: Um leið og Kirkjuþing afgreiðir frá sér frumvarp um kirkjugarða, vill þingið skora á hið liáa Alþingi, að hraða nú afgreiðslu málsins og gera frumvarpið að lögum.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.