Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 41
Kristján Benediktsson í Einholti: j Jól á Viðborði Erindi flutt á barnasamkomu þrifíja í jólum Blessuð börnin góð: Það liefur verið allt gjört til þess, af foreldrum ykkar og öðrum aðstandendum, að þið eignuðust gleðirík jól, og Guð hefur gefið ykkur gott veður og góða heilsu um jólin. Þið liafið lieyrt jólasöngvana í útvarpinu og sum í kirkjunni og þið liafið heyrt fagrar jólasagnir urn Jesú-barnið, sem fæddist á jólunum. Allt á þetta að vinna að því að beina liuga ykkar til að líkjast sem mest jólabarninu, fallegasta og bezta barninu, sem fæðst hefur á þessari jörð. Þegar ég var barn átti ég heima á Viðborði og við vorum mörg systkinin, og við lékum okkur mikið saman og hlökkuð- um mikið til jólanna. Við bjuggum í lítilli haðstofu, rúmin voru öll fast-negld fram með hliðunum og við sváfum mörg í hverju rúmi. Þau ygnstu lijá mömmu og pabba, sum sváfu hjá ömmu og sum lijá frænku. Þegar jólin komu var baðstofan öll þvegin, svo hún varð, að okkur fannst, fallega livít, — en livergi var málað og enginn dúkur á gólfi. Nei, gólfið — pallurinn — var úr óplægðum fjölum svo að rifur mynduðust á milli fjal- anna. Baðstofuþekjan, sem var úr torfi á hellaðri súð, lak of- an í rúmin, þegar rigndi. En það var ofn eða ofnar undir pall- inum, svo að ekki var kalt á vetrum. Það voru skrítnir ofnar. Þessir ofnar átu hey og drukku vatn og þeir bauluðu þegar eittlivað var að. Þetta voru nefnilega kýrnar og kálfarnir. Við fengum mikinn og liollan liita frá þessum ofnum, og okkur börnunum þótti vænt um kýrnar. Úr þeim fengum við mjólk- ina, sem var svo góð og holl. Þegar farið var að mjólka á kvöld-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.