Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 41

Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 41
Kristján Benediktsson í Einholti: j Jól á Viðborði Erindi flutt á barnasamkomu þrifíja í jólum Blessuð börnin góð: Það liefur verið allt gjört til þess, af foreldrum ykkar og öðrum aðstandendum, að þið eignuðust gleðirík jól, og Guð hefur gefið ykkur gott veður og góða heilsu um jólin. Þið liafið lieyrt jólasöngvana í útvarpinu og sum í kirkjunni og þið liafið heyrt fagrar jólasagnir urn Jesú-barnið, sem fæddist á jólunum. Allt á þetta að vinna að því að beina liuga ykkar til að líkjast sem mest jólabarninu, fallegasta og bezta barninu, sem fæðst hefur á þessari jörð. Þegar ég var barn átti ég heima á Viðborði og við vorum mörg systkinin, og við lékum okkur mikið saman og hlökkuð- um mikið til jólanna. Við bjuggum í lítilli haðstofu, rúmin voru öll fast-negld fram með hliðunum og við sváfum mörg í hverju rúmi. Þau ygnstu lijá mömmu og pabba, sum sváfu hjá ömmu og sum lijá frænku. Þegar jólin komu var baðstofan öll þvegin, svo hún varð, að okkur fannst, fallega livít, — en livergi var málað og enginn dúkur á gólfi. Nei, gólfið — pallurinn — var úr óplægðum fjölum svo að rifur mynduðust á milli fjal- anna. Baðstofuþekjan, sem var úr torfi á hellaðri súð, lak of- an í rúmin, þegar rigndi. En það var ofn eða ofnar undir pall- inum, svo að ekki var kalt á vetrum. Það voru skrítnir ofnar. Þessir ofnar átu hey og drukku vatn og þeir bauluðu þegar eittlivað var að. Þetta voru nefnilega kýrnar og kálfarnir. Við fengum mikinn og liollan liita frá þessum ofnum, og okkur börnunum þótti vænt um kýrnar. Úr þeim fengum við mjólk- ina, sem var svo góð og holl. Þegar farið var að mjólka á kvöld-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.