Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 31
Kl RKJURITIÐ
461
5. gr.
Þegar kjörstjórn liefur kynnt sér niðurstöðu kjörfundar, sendir biskup
afrit af bókum hennar til kirkjumálaráðherra, ásamt rökstuddri tillögu
sinni um veitingu. Biskup styður með tillögu sinni þann umsækjanda, er
blotið hefur % atkvæða kjörmanna. Skal veita honum embættið, enda telst
hann hafa hlotið lögmæta kosningu. Nái umsækjandi ekki % atkvæða
kjörmanna, telst kosningin ólögmæt, og mælir biskup þá með þeim tveim-
ur umsækjendum, ef um fleiri en einn er að ræða, er hann telur, þegar
tillit er tekið til allra aðstæðna, standa næst því að hljóta embættið, og í
þcirri röð, sem næst liggur að hans dómi. Veitir ráðherra því næst embætt-
ið öð'rum hvoruin þessara tveggja
6. gr.
Heimilt er kjörmönnum að kalla prest. Ef % kjörmanna prestakallsins
er einhuga um að kalla tiltekinn prest eða guðfræðikandidat án umsókna,
gera þeir prófasti viðvart um það í tæka tíð, en hann tilkynnir hiskupi,
sem felur þá prófasti að boða kjörmenn prestakallsins á sameiginlegan
fund innan viku og er þá embættið eigi auglýst. Samþykki % kjörmanna
að kalla tiltekinn mann til embættisins, sem lögum samkvæmt á rétt til
prestsembættis í íslenzku þjóðkirkjunni, skal biskup birta köllunina þeim
presti eða kandidat, scm í hlut á. Taki hann köllun, skal veita honum
embættið, ella er embættið auglýst til umsóknar.
7. gr.
Prestseinbættið að Skálholti, Hólum og Þingvöllum veitir forseti sam-
kvæmt tillögu hiskups og Kirkjuráðs.
8. gr.
Setja má reglugjörð, er kveði nánar á um framkvæmd þessara laga.
Löggjafarnefnd klofnaði um málið, og lagði meiri hluti lienn-
ar til, að frumvarpið yrði ekki samþykkt, en bar í þess stað
fram nýtt frumvarp, sbr. 8. mál kirkjuþings. Minni hluti (Þór-
arinn Þórarinsson) gerði nokkrar breytingartillögur og voru
þær samþykktar mótatkvæðalaust, og frumvarpið í lieild svo
breytt samþykkt með 10 atkv. gegn 5 að viðhöfðu nafnakalli. Já
sögSu: Sigurbjörn Einarsson, Erlendur Sigmundsson, Friðrik
A. Friðriksson, Jóliann Jóliannsson, Jón Ólafsson, Jónas Tómas-
son, Sigurður Pálsson, Þórarinn Þórarinsson, Þórður Tómasson
og Þorgrímur V. Sigurðsson. Nei, sógSu: Hákon Guðmundsson,
Jón Auðuns, Jón Jónsson, Steingrímur Benediktsson og Þor-
steinn B. Gíslason.