Kirkjuritið - 01.12.1962, Page 25

Kirkjuritið - 01.12.1962, Page 25
KIRKJURITIÐ 455 fyrir þeim í um það bil þrjátíu ár, þing eftir þing. Hafa ekki margar umbætur verið sóttar barðar. Svo illa undu margir, eink- um leikmenn því, livernig stjórnarvöldin, andleg og veraldleg, böfðu ráðstafað prestembættunum. Meðal forvígismanna, sem djarfast kröfðust þess að leikmenn- irnir fengju að kjósa presta sína voru: Grímur Thomsen, Ásgeir Einarsson á Þingeyrum, Jón Jónsson frá Múla, Guttormur Vig- fússon, séra Benedikt í Múla, séra Þorkell Bjarnason, séra Ólaf- ur Ólafsson, síðar fríkirkjuprestur, Skúli Tboroddsen, Þorlák- ur Guðmundsson, Benedikt Sveinsson, sýslumaður, séra Árni Jónsson, séra Eiríkur Briem og Þórballur biskup Bjarnason. Séra Þorkell Bjarnason segir í þingræðu 1881: — Ég vona og óska að málið nái fram að ganga, því að hér er um einliver þau dýrmætustu mannréttindi að ræða, sem til eru. Skúli Tboroddsen kveður svo á (í ræðu 1881), að liann óttist það mest að söfnuðurinn glopri á stundum rétti sínum til að kjósa prest í bendur landsstjórnarinnar. Og enn fremur: „Mér finnst og að landsstjórnin hafi ekki ævinlega farið svo höndug- lega að útbýta þessum bitlingum, að ákjósanlegt sé, að liún liafi veitingarvaldið í liöndum sér, frekar en frumvarp þetta gjörir ráð fyrir, enda er sambandinu milli prests og safnaða þann veg liáttað, að ekkert er eðlilegra en að söfnuðir hafi fullan rétt til að kjósa presta sína“. Séra Ólafur Ólafsson segir m. a.: „Eitt þori ég að fullyrða og það er það, að fyrir befur komið oftar en einu sinni og optar en tvisvar, að stjórnin liefur sent söfnuðum þá presta, sem söfn- uðir alls ekki vildu, og hvað meira er, að stjórnin hefur ekki gjört þetta í blindni, heldur hefur benni verið vel kunnugt um það“. Víst munu flestir prestar taka því með miklu jafnaðargeði, þótt þeir falli í almennum prestskosningum. Og vart telja þær óvilballan dóm um ágæti sitt, því að margt kemur þar til greina. Hitt mun þá svíða sárar, ef þeim finnst biskup og ráðberra beita sig rangindum við veitingu, því að þeim á að vera liægara að dæma um verðleika þeirra og þjónustu. En ótal dæmi eru þess, að frændrækni og annað álíka réði því oft áður að Pétur og Páll fengu „feitu“ embættin. Og það sveið þá lengi, sem fram bjá var gengið.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.