Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 43
KIRKJURITIÐ 473 foreldrar okkar geislabaug vona sinna um höfuð okkar og sáu í okkur mynd Jesú-barnsins. Þau vonuðu það, að við myndum keppa að því að líkjast sem mest Jesú-barninu sem elskuleg og góð börn, og með aldri sem góðir og fullkomnir þjóðfélagsborg- arar. Þetta var líka innsta og æðsta þrá okkar Viðborðssystk- ina, þó að oft liafi kannske út af brugðið er út í lífið var kom- ið. Þetta er óbreytt enn. Allir góðir foreldrar sjá ímynd Jesú- barnsins í börnum sínum og keppa að því að leiða þau að þeirri fyrirmynd yndis og þokka, og öll góð börn vilja keppa að því að líkjast jóla-barninu, Jesú-barninu, að yndisleik og fullkomn- un. Og öll góð börn vilja keppa að því að verða góðir menn og miklir, og vinna að luigsæld lands og þjóðar; alls mannkynsins. Ouð styrki ykkur í þeim fagra ásetningi. Hljótið öll blessun drottins. Því gleymi ég aldrei Eins og kunnugt er, efndi Ríkisútvarpið, í suniar, til verð'launakeppni unnnn eftirminnilega atburð'i. Og höfðu margir skemmtun af þeint þátt- um, er þeir voru lesnir. í samnefndri bók, sem Kvöldvökuútgáfan gefur út, eru 21 þáttur sama efnis þ. á m. 4 af útvarpsþáttunum. Við fljótan yfirlestur finnst mér inest koma til þess skerfs, sem Davíð frá Fagraskógi leggur til bókarinnar. Hann verður ógleymanlegur sakir efnisviðar og stílsnilldar, þótt endirinn sé ögn harkalegur. Ófáir höfundar segja frá dulrænni reynzlu og minnisstæðri forsjá, t. d. séra Sigurður Einarsson, Eiríkur Sigurðsson, Jocbum M. Eggertsson og Magnea Magnúsdóttir. Allar liafa frásagnirnar nokkuð til síns ágætis. Vcrnd er nafn á riti, sem samnefnd félagssamtök liafa nýlega gefið út. — Fjórtán höfundar rita þar stuttar greinar um þjóðfélagsmál — einkum áfengisbölið og hjálparstarf föngum til handa. Er þetta hið gagnlegasta rit og ekki síður félagsskapurinn, sem síðastliðin 4 ár hefur látið furðu mikið gott af sér leiða. Nánar verður frá þessu sagt í næsta hefti, að forfallalausu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.