Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 43

Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 43
KIRKJURITIÐ 473 foreldrar okkar geislabaug vona sinna um höfuð okkar og sáu í okkur mynd Jesú-barnsins. Þau vonuðu það, að við myndum keppa að því að líkjast sem mest Jesú-barninu sem elskuleg og góð börn, og með aldri sem góðir og fullkomnir þjóðfélagsborg- arar. Þetta var líka innsta og æðsta þrá okkar Viðborðssystk- ina, þó að oft liafi kannske út af brugðið er út í lífið var kom- ið. Þetta er óbreytt enn. Allir góðir foreldrar sjá ímynd Jesú- barnsins í börnum sínum og keppa að því að leiða þau að þeirri fyrirmynd yndis og þokka, og öll góð börn vilja keppa að því að líkjast jóla-barninu, Jesú-barninu, að yndisleik og fullkomn- un. Og öll góð börn vilja keppa að því að verða góðir menn og miklir, og vinna að luigsæld lands og þjóðar; alls mannkynsins. Ouð styrki ykkur í þeim fagra ásetningi. Hljótið öll blessun drottins. Því gleymi ég aldrei Eins og kunnugt er, efndi Ríkisútvarpið, í suniar, til verð'launakeppni unnnn eftirminnilega atburð'i. Og höfðu margir skemmtun af þeint þátt- um, er þeir voru lesnir. í samnefndri bók, sem Kvöldvökuútgáfan gefur út, eru 21 þáttur sama efnis þ. á m. 4 af útvarpsþáttunum. Við fljótan yfirlestur finnst mér inest koma til þess skerfs, sem Davíð frá Fagraskógi leggur til bókarinnar. Hann verður ógleymanlegur sakir efnisviðar og stílsnilldar, þótt endirinn sé ögn harkalegur. Ófáir höfundar segja frá dulrænni reynzlu og minnisstæðri forsjá, t. d. séra Sigurður Einarsson, Eiríkur Sigurðsson, Jocbum M. Eggertsson og Magnea Magnúsdóttir. Allar liafa frásagnirnar nokkuð til síns ágætis. Vcrnd er nafn á riti, sem samnefnd félagssamtök liafa nýlega gefið út. — Fjórtán höfundar rita þar stuttar greinar um þjóðfélagsmál — einkum áfengisbölið og hjálparstarf föngum til handa. Er þetta hið gagnlegasta rit og ekki síður félagsskapurinn, sem síðastliðin 4 ár hefur látið furðu mikið gott af sér leiða. Nánar verður frá þessu sagt í næsta hefti, að forfallalausu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.