Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 42
472 KIRKJURITIÐ in, var kveikt ljós undir pallinum og þá var nú gaman aft' leggjast á magann á pallinn og horfa niður um rifurnar og sjá þegar verið var að mjólka kýrnar og gefa kálfunum að drekka mjólkina. Fyrst, þegar ég man eftir jólum, var ekkert ljósatæki til nema lýsiskola, en á jólunum fengum við kerti og þá var nú bjart. Okkur virtist baðstofan verða svo björt, nýþveginn, þeg- ar búið var að kveikja á kerti á hverjum rúmstöpli, að okkur fannst jólin yndisleg og björt, svo livergi bar skugga á. Það var erfiðast með köttinn. Hann varð svo feiminn við alla birtuna, að hann skauzt út í skuggann og þaðan leit hann á alla dýrðina. Kertin voru ekki keypt í kaupstað, þau voru búin til heima iir tólg, og fífan var liöfð í kveik. Stundum var ekki mikill tólgur til, og þá fengum við minna af kertunum. Öll fengum við eitllivert nýtt fat fyrir jólin. Okkur þótti vænt um þau og okkur þótti þau falleg. En ég beld að fötin liafi ekki verið eins falleg og fötin, sem þið eruð í nú, við sáum ekki svona fallega kjóla þá, eins og þið eruð í, blessaðar stúlkur litlu, eða eins fallegar blússur eins og þið eruð í, drengir góðir, og peysur man ég ekki að væru þá til, en skórnir okkar vom fallegir, snúraðir sauðskinnsskór. Fullorðna fólkið fékk þá bryddaða fyrir jólin. Já, margt befur breytzt, og er óspart upp að telja og þó er allt lítið breytt í aðalatriðum. Tilefni jólanna er Iiið sama og áður var. Foreldrar okkar gerðu allt, sem þau gátu, til að gjöra okkur jólin gleðirík, og innræta okkur guðsótta og góða siði. Það gera foreldrar ykkar líka. Pabbi okkar Viðborðsbamanna las lesturinn á jólunum og söng sálmana, og allt fólkið söng með, sem sungið gat og við börnin líka, þegar við gátum. Nú fáið þið jólalesturinn og sálmasönginn frá útvarpinu; vonandi verður það eins áhrifaríkt. Húsin, sem þið búið nú í, em miklu fallegri og betri en baðstofan á Viðborði, og ofnarnir með öðrum liætti. Fötin sem þið eruð í nú, eru miklu fallegri en fötin, sem við áttum á Viðborði, en ekki nema að sumu leyti betri. Við fögnuðum jólunum mikið og þið gerið það líka. Við börnin á Viðborði fengum engin jólakort. Nú fáið þið mörg og falleg jólakort, og fegurst þeirra allra eru kortin með mynd af jólabarninu með geislabaug um höfuðið. Þegar ég og systkini mín voru lítil, eins og þið eruð nú, þá vöfðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.