Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 10
440 KIRKJURITIÐ þéttskipuð. Ef ég nú auglýsti messu og færi þess á leit, að að- eins þeir kæmu, sem voru í kirkjunni á vígsludegi mínum. Hve margt yrði þá í kirkju? Það yrði fásótt messa. Kynslóðir koma og fara. Þjónarnir fara, en Drottinn er lijá oss. Orð Drottins stöðvast ekki. Þess vegna verða nú lialdin jól. Það er sama guðspjallið. Gleðifregnin er flutt oss, og við oss sagt: „Yður er í dag frelsari fæddur“. Þetta er liin sæla nútíð. Þetta er fagnaðarerindið, flutt þér í dag. Sömu sálmarnir verða sungnir, eins og þegar ég var barn. Enn hljómar í kirkjum, í skólum og á lieimilum: „Heims um ból, belg eru jól“. Ég spurði einu sinni móður mína, er þessi sálmur var sunginn, bvað andlegur seimur væri. Hún sagði, að seimur væri gull. Þá sá ég og sé það nákvæmlega eins í dag. Ég sé glitrandi gullperlu í hinni tæru lind. Það leggur Ijóma af hinu dýra gulli, og jólagleðin vaknar. Ég blusta enn eftir jólaboðskapnum, sem alltaf er nýr. Hirðarnir sögðu bver við annan: „Vér skulum fara rakleiðis til Betlehem, og sjá þennan athurð, sem orðinn er og Drottinn liefur kunngjört oss“. Þannig er indælt að ganga í kirkju á jólum. Þá fyllir dýrð Guðs helgidóminn, er menn heyra um þann atburð, sem orð- inn er. Þetta er fagnaðarerindið, sem skal flutt oss öllum. Ég bugsa um lieilagar stundir í húsi Guðs. Þessi bæn liefur oft búið í bjarta mínu, og býr þar enn: Náðugi GuS, af náð veit þú, ncer sem að klukkurnar kalla, söfnuSir Krists í sannri trú safnist um veröldu alla. Nú kalla klukkurnar á þig og mig. Hlýðum kallinu og segj- um fagnandi: Heiliig jól höldum í nafni Krists.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.