Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 7

Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 7
KIRKJURITIÐ 437 liinni skærnstu birtu. Ég fékk ofbirtu í augun, er ég horfð'i á gamla steinolíulampann, því að nú var kominn nýr, livítur postulínslijálmur á lampann, jólagjöf frá föft'ur mínum. Hjálm- urinn var vígður á aðfangadagskvöld, og nú breyttist torfbærinn í töfrahöll og Guð var gestur í bænum. Vel man ég Hallgrím biskup, sem skírði mig, og er liann hætti prestsstarfi 1889, héldu þeir guðsþjónustu í sameiningu, séra Þórliallur, síðar biskup, og séra Stefán Thorarensen. Séra Jó- hann hóf prestsstarf sitt hér 1890. Var ég fjórtán ára fermdur af séra Jóhanni. Fjórtán árum síðar varð ég samverkamaður lians, og vorum við samstarfandi í fjórtán ár. Naut ég föðurlegr- ar umliyggju lians og gleymi aldrei leiðbeiningum lians, mér til blessunar. Ég hef hlustað á alla presta Reykjavíkur, alla þá biskupa og presta, sem voru liér fyrir 70 árum og síðar, og þá, sem eru liér í dag. Til gamans má ég geta þess, að ég hef hlustað á allar próf- prédikanir, sem fluttar liafa verið í Háskólanum. Ég á margar minningar, sem tengdar eru við helgan stað. Þar hlustaði ég á séra Helga Hálfdanarson, er hann flutti síðustu prédikun sína 26. maí 1892. Aldrei gleymi ég jarðarför séra Helga. Hann var jarðsungin í janúar 1894. Þrír prestar, sem þar fluttu ræður, höfðu sama textann: „Lífið er mér Kristur, og dauðinn er mér ávinningur“. Hugðu margir, að það væri sam- anborin ráð, en það var fjarri því. En í ljósi þessara orða sáu þeir, Hallgrímur biskup, séra Þórhallur og séra Jóhann, á hvaða grundvelli séra Helgi hafði byggt trú sína. Að lokinni athöfn- inni í kirkjugarðinum, var aftur gengið til kirkju, og þar sungu stúdentar og skólapiltar latneskan sálm. Man ég vel, hve hátíð- leg þessi stund var. Ég hef hlustað á þá, sem liafa prédikað, en ég hef einnig hlustað á sönginn, og á þakklátar minningar um organista og söngsveitir, og skal aldrei gleyma þeim stundum, er breytt var samkvæmt þessum orðum: „Syngið Drottni nýjan söng“. 1 gömlu sálmabókinni minni sé ég þessi orð: „Forsöngvarinn og fólkið anzar“. Allir eiga að syngja með. En hve safnaðarsöngurinn eykur hátíðina. Einu sinni var ég með föður mínum uppi á norður- loftinu í kirkjunni. Mig langaði til að syngja, því að lagið var svo fallegt. En við höfðum enga bók, og mér lá við að gráta.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.