Kirkjuritið - 01.11.1963, Blaðsíða 4
386
KIKKJ UKITIÐ
persónulegu grundvallaratriði fyrir prestsstarfinu. í þriðja lagi
vildi ég benda á hinar ytri aðstæður, seni áhrif liafa á trúarstarf
og einkalíf prests. Og loks í fjórða lagi verður að vikið jieini
lindum lífsins, sem veitir kristnum presti þor og þrek.
Þegar nýstúdent velur sér námsgrein við háskóla og ákveður
að lesa guðfræði með það fyrir augum að verða prestur, þá er
það mjög þýðingarmikil ákvörðun, sem hefur valdið mörgum
þungum áhyggjum. Ekki fer hjá því, að ýmsar ástæður geti
valdið þ essu vali og leitt til ákvörðunar. Skal ég aðeins nefna
nokkrar þær helztu: æskuhugsjón, meðfæddir hæfileikar, upp-
eldi eða óskir foreldra, áhrif kristilegs umliverfis, félagsskapar
eða skóla.
Þeir eru víst ekki margir, sem liafa frá barnæsku ætlað sér
að verða prestar. Eigi að síður eru þess dæmi, að nemendur hafi
liaft það í liuga alla sína menntaskólatíð. Mér er það minnis-
stætt, er ég spurði skólafélaga minn að loknu stúdentsprófi,
hvað liann ætlaði að leggja fyrir sig og hann svaraði samstundis:
„Ég hef alltof lengi ætlað mér að verða prestur, til þcss að ég
fari að hætta við það“. Æskuhugsjón hans réði úrslitum.
Um meðfædda hæfileika eða sérgáfur til prestlegra starfa er
það að segja, að sjálfsagt eru þeir ekki margir, sem orðið hafa
prestar í krafti þeirra, en liins vegar óefaö margir þrátt fyrir
skort meðfæddra liæfileika. Á ég þar einkum við mælsku og
mannskilning. Fjöldi presta, sem ég hef þekkt, liafa einmitt átt
við erfiðleika að stríða varðandi rödd sína bæði í tali og tóni eða
verið í eðli sínu feimnir og öryggisvana gagnvart öðru fólki, en
liafa samt þrátt fyrir þessar takmarkanir sínar orðið vel hæfir
og virtir klerkar, í krafti trúar sinnar og alúðar í starfi.
Ekki mun það óalgengt að trúaralúð og áhugi fyrir prests-
starfi eigi rætur sínar að rekja til heimilisins eða einstakra
heimilismanna ekki sízt trúaðrar móður eða ömmu. Páll postuli
liefur slík áhrif í liuga, er liann minnist trúar Tímoteusar, sein
hann segir, að fyrst liafi búið í lienni Lóis ömmu lians og lienni
Evnike móður hans. Skáldpresturinn íslenzki, Matthías Joc-
liumsson, dregur í kvæðum sínum enga dul á, að drýgst hafi
sér reynzt það veganesti, sem Þóra móðir hans bjó honum að
lieiman; efanum vísuðu bænir liennar á bug, þegar trú hans
var að þrotum komin í lieimspekilegum vangaveltum og hug-
arorum: