Kirkjuritið - 01.11.1963, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.11.1963, Blaðsíða 10
392 KIKKJUItlTIÐ þess að honum veljist lífsförunautur, sem vilji og geti fylgt lionum og styrkt hann ( vandasömu starfi. Prestskonan reynist stundum ekki síðri prestinum þótt hún stígi ekki í stólinn. Margvísleg félagsstörf falla henni á lierðar og sumt fólk, eink- uin þó konur, eiga auðveldara með að tjá prestkonunni vanda- mál sín en prestinum. Og Guði sé lof fyrir allar þær elskulegu, duglegu, óeigingjörnu og ómissandi eiginkonur presta á Norð- urlöndum. Ég er sannfærður um að allir vér, sem þeirrar náð- ar njótum, að liafa eignast lífsförunaut, sem lagði út í lífið og starfið með oss í ást og trú, þökkum góðum Guði af öllu hjarta og viðurkennum liver fyrir öðrum að án þeirra eiginkvenna vorra, værum vér ekki þeir prestar sem vér erum. Þeim er svo margt að þakka, sem trú vorri lieyrir til og tekizt hefur að koina til vegar. Ég minnist ummæla áliugamanns um málefni kirkj- unnar, sem mjög kom við sögu kirkjumála um skeið: „Það er merkilegt um ykkur presta hvað þið eruð yfirleitt allir vel gift- ir“. Ég varð að játa sannleiksgildi orða lians en viðurkenna um leið að það væri ekki prestanna dyggð að þakka, heldur Guðs náð, sem liefði veitt oss þá hamingju og hjálp. Ábyrgð prests- starfsins, ánægja ]iess fyrir einstaklinginn og þjóðfélagsleg þýð- ing þess, hafa þá líka stuðlað að því, að norrænar jirestskonur Iiafa tekið stöðu sína og starf sem köllun. Á Islandi, einkum úti um land, hefur prestsheimilið löngum verið nokkurs konar félagslieimili safnaðarins og ekki aðeins heimili heldur og stundum, einkum áður fyrr, skóli bæði í bók- fræðum og verklegum efnum. En anda sinn og orku til upp- byggingar á prestheimilið eigi síður að þakka húsfreyju en heimaklerki. Þannig er þá heimili prestsins einn áhrifaríkasti þátturinn í trúarlífi hans og starfi, ekki aðeins fyrir hann per- sónulega heldur og ekki síður fyrir samfélag safnaðarins og þar ineð þjóðlífið í heild. Þá er að lokum fjórði og síðasti áhrifavaldurinn í trúarlífi og starfi prestsins: stefnur og straumar í andlegu lífi samtíðarinn- ar. Og þegar ég nefni stefnur og strauma á ég einkum við þau viðhorf, sem efst eru á baugi liverju sinni í heimspeki, sálar- fræði, guðfræði og bókmenntum. Af mannkynssögunni má læra með samanburði við sögu trúarlærdcma og trúfræði, hvermg guðfræðin er gjarnan hliðstæð við hin breytilegu viðhorf h'ð- andi tíma. Ti) dæmis var nýja guðfræðin svonefnda, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.