Kirkjuritið - 01.11.1963, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.11.1963, Blaðsíða 28
410 KIRKJURITIÐ þeim lesbókum, sem ríkisskólar nota, sömuleiðis sön};bækur og aðrar námsbækur. Kennarar verða að vera úrvalsmenn og andlega samstæðir, þótt ólíkir séu, við einn og sama skóla. Mestu máli skiptir þó andlegt atgerfi skólastjóra, með því að bann liefur mikið vald við lýðbáskóla sinn, og með skólastjóranum stendur eða fellur skólinn. Það gefur auga leið að ekki tjáir að stofna til kirkju- legs lýðliáskóla með öðrum skólastjóra en þeirn, sem áliuga- menn í kirkjunni treysta vel til þess vandasama verks. Að því er stefnt við kirkjulegan lýðháskóla að veita nemendum hið bezta, sem kirkjan á og þekkir í sinni eigin menningu og í beimsmenningunni, sem kirkjan liefur að verulegu leyti mótað. III. Sérstakir skólar af gerð lýSháskólanna Eins og áður var sagt, eru lýðháskólár einkúm ætlaðir full- orðnu fólki. En aðrir lýðbáskólar víkja nokkuð frá aldurstak- marki og flestir nemendur þeirra er ungt fólk á I7-ára aldrin- um. Við þá skóla er einnig próf haldið í nokkrum námsgrein- um, svo sem móðurmáli, reikningi, stærðfræði og e. t. v. einnig í einu framandi máli, en ein einkunn gefin fyrir beildarframmi- stöðu í öðrum greinum bóklegum og önnur fyrir verklega kunn- áttu. Af þeirri gerð eru hinir þrjátíu kristilegu unglingaskólar í Noregi. Ungt fólk, sem býr sig undir ævistarf sitt, svo sem hjúkrun, kennslu, sócialt velferðarstarf, landbúnað, sjómennsku, iðnað, leitar mjög lil þessarra skóla til þess að átta sig á köllun sinni og njóta góðs af því manngildisuppeldi, sem er að fá við þessa skóla. Það skiptir einnig nokkru máli að kröfur til inn- göngu í suma skóla, t. d. kennaraskóla, eru strangari á Norður- löndum frændþjóða vorra en hjá oss og aldurskrafan er liærri. Til eru einnig verklegir lýfihúskólar, þar sem jiiltar læra frumatriði sumra iðngreina, einkum að smíða úr tré og málmum og fara með vélar, en stúlkur læra matreiðslu, hússtjórn og handavinnu. Verða þá hinar bóklegu greinar færri en þær, sein áður voru upp taldar. Við „minn gamla lýðháskóla“, Danvík i Noregi, voru bæði verklegar og bóldegar deildir, og auk þess sérstök verkleg námsskeið haldin að vorinu, að loknu vetrar- starfi skólans. Einn af liinum norsku skólum er eingöngu ætlað- ur piltum, sem gerast vilja sjómenn (Risöya ungdomsskole).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.