Kirkjuritið - 01.11.1963, Blaðsíða 38
K I K K J li R I T I í)
420
1 vorri eifún menningu eru mörg andleg verðmæti, sem af-
rækst liafa sökum vélvæðingar vorrar eigin menningar í útvarpi
og blöðum, og mjög þróttmikillar innþrengingar erlendrar
menningar gegnum kvikmyndir, sjónvarp, bæknr og blöð. Frá
þjóðræknislegu sjónarmiði yrði því lýðháskóli mikils virði fyrir
oss.
Hvaða gagn mundi kirkjulegur lýSháskóli í Skálholti gcra?
Það liggur í eðli málsins að við slíkan skóla yrði að nota kirkju-
leg menntameSöl; skólinn yrði í öllurn greinum að vera sam-
boðinn kristinni kirkju. Að öðrum kosti yrði kák úr öllu sam-
an og skólinn eins og kölkuð gröf. En svo framarlega sem skól-
inn verður sannarlega kirkjulegur lýðháskóli, þá getur hann
veitl nýjum menningarstraumum inn í þjóðlíf vort, kennt þjóð-
inni að þekkja sjálfa sig, kennt nemendum sínum margt verð-
mætt og gott, sem engin heilbrigð þjóð má án vera, þar á með-
al ýmsar sócialfræðilegar greinar, siðfræði, bugsjónasögu, fjöl-
skyklufræði, díakóníu eða kirkjulega þjónustu leikmanna í
söfnuðunum. Skólinn gæti þjálfað nemendur sína og kallað
þá til að bjálpa þeim, sem bágt eiga, til að hjálpa liinum særða
manni við veginn, eins og hann er að finna í þjóðfélagi voru,
bvort sem bann er ungur eða gamall. Þeim mun meiri nauðsyn
ber ti! að snúa sér að þessum verkefnum sem oss hefur með öllu
skort marga ágæta skóla, er frændþjóðir vorar bafa lengi átt,
svo sem sócíalskóla, djáknaskóla, biblíuskóla og skyldar mennta-
stofnanir.
Markmið skyldi sett liátt og vel vandað til mannvals í allar
stöður, svo að auðið væri að gefa nemendum bið bezta, sem
menning vor befur upp á að bjóða. Þar með yrði að vísu engin
sérinenntun veitt, en grundvöllur lagður með því að vekja
vilja manna til kærleika og góðra verka.
<J, að einhver máttur gerði oss fær uni að' sjá oss ineð augum annarra. I’uð
mundi forða oss frá ntargri skyssu. -- Robert Burns.
Hverjum nianni gefst tvenns konar uppeldi: af hendi annarra og af cigu'
hálfu .... og er liið síðarnefnda niiklu mikilsverðara. - Jean Paul.