Kirkjuritið - 01.11.1963, Blaðsíða 34
KlltKJUUITlt)
416
okun, og vér höltlum fast við hana á sviði menntamála, t. d. í
Ríkisútgáfu námsbóka, þótt erlendir sérfræðingar vari oss við
afleiðingunum. Mér er enn í minni skólamálasérfræðingur frá
Norðurlöndum, sem hélt á einni hinna ríkisútgefnu námsbóka
og sagði: Þér skuluS vara ySur á þessu.
Það skiptir máli að vér gerum oss Ijóst að vér erum ekki,
eins og nú standa sakir, að reyna að gefa æskulýð Islands það,
sem vér vitum sannast, fegurst, réttast og bezt í menningunni.
Þessu til sönnunar nægir að fletta kennslubókum vorum og
kennslubókum frændþjóðanna og gera einfaldan, skynsainleg-
an og málefnalegan samanburð. Talsvert af menntameðölum
vorum getur með engu móti talizt í fyrsta flokki, verulegur
liluti fellnr í annan flokk og þriöja. Til samanburðar bendi eg
á það, sem börn og unglingar frændþjóðanna eiga völ á af
lesbókum, söngbókum og fróðleiksbókum við sitt hæfi á skóla-
aldri.
Eiga lýSháskólar erindi til vor?
Áður en þeirri spurningu er svarað, skal tilraun gerð lil að
gera grein fyrir kjarnanum í uppeldiskenningum Grnndtvigs,
svo að menn geti gert sér grein fyrir gildi þess boðskapar, er
liann flytur um uppeldismál.
Hlutverk uppálandans, segir G., er aS vekja hina ungu til
vitundar um verSmœti mannlegs lífs, gla>Sa meS þeim l'óngun
til aS verSa góSur borgari í þjóSfélagi sínu. Til þess þarf hver
einstaklingur að vakna til vitundar um ábyrgð á sínu eigm
lífi, og með sama móti þarf að skapast lijá honum vitund a
þeirri ábyrgð, sem liann ber á þjóðfélagi sínu. Til þess að vekja
aðra til vitundar um þessa tvíþættu ábyrgð lientar bezt hið
munnlegá orð mikilla mannvina og andans manna. Þessir
menn eiga að flytja öðrum mönnum persónulegan, þróttmik-
inn og ábyrgðarskapandi boðskap. Þennan boSskap nefnir G.
liiS lifandi orS. Þetta liugtak, liið lifandi orð, notar hann ba’ði
í guðfræði sinni og uppeldisfræði. Það er mi&lœgt hugtak í boð-
skap lians.
Þegar um er að ræða lífsins binztu rök, getur maðurinn ekki
skilið annað en það, sem Jiann elskar. Kærleikurinn er grund-
völlur undir skilningi og réttu mati á verðmætum. Þegar lnn
mestu vandamál bíða mannsins á vegferð lians, þá er það ekki
A