Kirkjuritið - 01.11.1963, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ
409
nienntaskýringar. — Ank þessarra námsgreina eru sex aðrar
greinar, sem eru valfrjálsar og ekki verða hér taldar upp.
Söngur og tónlist eru menntameðöl sem jafnan liafa verið
mikið notuð við lýðliáskólana, einkum þó söngurinn. Sönghæf
Ijóð liafa mjög breiðst út um Norðurlöndin fyrir atbeina lýð-
háskólanna — og þetta hefur fyrir löngu liaft álirif á aðra
skóla, einnig vora eigin skóla.
Kirkjuleg tilbeiðsla og kristilegar samkomur eru, eins og gef-
ur að skilja, þýðingarmiklir þættir í skólalífi þeirra lýðháskóla,
sem kirkjulegir eru, enda liggur ]iað í eðli málsins.
II. MarkmiS skólanna
Markmið hinna kirkjulegu lýðháskóla í Svíþjóð og Finnlandi,
eins og það var mótað af Söderblom, hinum fræga erkibiskupi
Svía, var þrefalt: 1. Að veita þreyttum hvíld. 2. Að veita fróð-
leiksþyrstum fróðleik. 3. Að senda menn út til vinnu í kirkju
Krists. — Oss kann að virðast fyrsti liður furðulegur, og liann
u ekki við alla lýðháskóla, heldur aðeins við þá, sem liafa hvíld-
arheimili fyrir fullorðið fólk við skólana, eins og hinn sænski
skóli í Sigt una. Annars er inarkiniðið oft tekið fram í sambandi
við einstakar greinar. Tökum t. d. sögu. Hana getum vér kennt
sein styrjaldasögu — og það hefur verið gert hér á Islandi. Sag-
a,i víðfrægir þá dáðir konunga og lierforingja. Einnig má kenna
kana sem menningarsögu, þar sem leitt er í ljós livað liver þjóð
hefur ]agt fram til þeirrar menningar, er nú njótum vér. Enn-
ftemur má þá einnig kenna söguna þannig að úr verði áróSur,
þar sem áherzlan livílir á því, sem aðrir hafa illa gert við aðrar
þjóðir — eins konar valda-baráttusaga. Kenna má einnig sög-
l,Oa með því markmiði að segja frá hinum beztu verkum, er
mniin hafa verið með mannkyninu — greina frá góSum mönn-
um og skapa með sögukennslunni samúð og vináttu, kærleika
Kl niannkynsins — eins og segir í reglugerö eins hinna norsku
lýðháskóla.
Með því að markmið lýðliáskólanna er annað en markmið
skólakerfis ríkisins, hljóta þær kennsluaðferðir að vera ólíkar,
Se,n notaðar eru við hvora gerð skólanna um sig. MenntameSöl-
ln hljóta að fara eflir markmiSi menntunnarinnar. Sama er að
SeSja um bækurnar. Lesbækur lýðháskóla eru verulega ólíkar