Kirkjuritið - 01.11.1963, Blaðsíða 40
Pétur SigurSsson:
Er guðstrúin úrelt
Ymsum kann að þykja þetta kynleg og óviðkunnanleg spurn-
ing, en ekki er liún ástæðulaus. Iðulega lesum við eitt og ann-
að bæði í innlendu og erlendu ritmáli, sem bendir til þess, að
allvíða sé uppi sá hugsunarháttur, sem telur guðstrúna úrelta.
Hvers vegna skyldi hún vera orðin úrelt? Vegna þess, segir
efnisliyggjumaðurinn, að livorki raunvísindi né geimrannsókn-
ir geta fundið þenna Guð né verustað hans. Þetta á svo að sanna,
að Guð sé ekki til.
Postuli Krists segir að Guð sé „órannsakanlegur“ og húi
Ijósi, sem enginn maður liafi séð né geti séð“. Ef þetta er rett,
er ekki að búast við að rannsakandi efnishyggjnmaður nútím-
ans geti komið auga á Guð í sjónauka sínum. En hvaðan fékk
postulinn þessa vizku um Guð, að hann sé órannsakanlegur og
búi í Ijósi, sem enginn maður liafi séð né gcti séð, spyr efa-
semdamaðurinn. Er það ófullnægjandi svar, að andi hins órann-
sakanlega Guðs hafi opinberað postulanum þenna mikla leynd-
ardóm ?
En prófum nú dæmið með barnslegri reikningsaðferð og
spyrjum: Hver liefur tilgangur guðstrúarinnar verið? Er tih
gangurinn úreltur? Er guðstrúar ekki framar þörf? Hvers
vegna varð guðshugmynd mannanna til?
Hvers vegna kom manninum til hugar að taka trú á ein-
livern Guð og liugsa sér þenna Guð algóðan, alvísan, alniatt-
ugan, alréttlátan — alfullkominn? Og svo bjó hinn liugsandi
mannvera sér til vissa guð/rmð/ og höfuð inntak hennar er það)
að manninum beri að líkjast Guði.
Má inannkynið við því að sleppa þessari stórglæsilegu trú og
hugsjón? Getur liún nokkru sinni orðið úrelt? Er hún ekki
einmitt hið óbrigðula bjargráð lieimsins, þar sem margir men»