Kirkjuritið - 01.11.1963, Side 10

Kirkjuritið - 01.11.1963, Side 10
392 KIKKJUItlTIÐ þess að honum veljist lífsförunautur, sem vilji og geti fylgt lionum og styrkt hann ( vandasömu starfi. Prestskonan reynist stundum ekki síðri prestinum þótt hún stígi ekki í stólinn. Margvísleg félagsstörf falla henni á lierðar og sumt fólk, eink- uin þó konur, eiga auðveldara með að tjá prestkonunni vanda- mál sín en prestinum. Og Guði sé lof fyrir allar þær elskulegu, duglegu, óeigingjörnu og ómissandi eiginkonur presta á Norð- urlöndum. Ég er sannfærður um að allir vér, sem þeirrar náð- ar njótum, að liafa eignast lífsförunaut, sem lagði út í lífið og starfið með oss í ást og trú, þökkum góðum Guði af öllu hjarta og viðurkennum liver fyrir öðrum að án þeirra eiginkvenna vorra, værum vér ekki þeir prestar sem vér erum. Þeim er svo margt að þakka, sem trú vorri lieyrir til og tekizt hefur að koina til vegar. Ég minnist ummæla áliugamanns um málefni kirkj- unnar, sem mjög kom við sögu kirkjumála um skeið: „Það er merkilegt um ykkur presta hvað þið eruð yfirleitt allir vel gift- ir“. Ég varð að játa sannleiksgildi orða lians en viðurkenna um leið að það væri ekki prestanna dyggð að þakka, heldur Guðs náð, sem liefði veitt oss þá hamingju og hjálp. Ábyrgð prests- starfsins, ánægja ]iess fyrir einstaklinginn og þjóðfélagsleg þýð- ing þess, hafa þá líka stuðlað að því, að norrænar jirestskonur Iiafa tekið stöðu sína og starf sem köllun. Á Islandi, einkum úti um land, hefur prestsheimilið löngum verið nokkurs konar félagslieimili safnaðarins og ekki aðeins heimili heldur og stundum, einkum áður fyrr, skóli bæði í bók- fræðum og verklegum efnum. En anda sinn og orku til upp- byggingar á prestheimilið eigi síður að þakka húsfreyju en heimaklerki. Þannig er þá heimili prestsins einn áhrifaríkasti þátturinn í trúarlífi hans og starfi, ekki aðeins fyrir hann per- sónulega heldur og ekki síður fyrir samfélag safnaðarins og þar ineð þjóðlífið í heild. Þá er að lokum fjórði og síðasti áhrifavaldurinn í trúarlífi og starfi prestsins: stefnur og straumar í andlegu lífi samtíðarinn- ar. Og þegar ég nefni stefnur og strauma á ég einkum við þau viðhorf, sem efst eru á baugi liverju sinni í heimspeki, sálar- fræði, guðfræði og bókmenntum. Af mannkynssögunni má læra með samanburði við sögu trúarlærdcma og trúfræði, hvermg guðfræðin er gjarnan hliðstæð við hin breytilegu viðhorf h'ð- andi tíma. Ti) dæmis var nýja guðfræðin svonefnda, sem

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.