Kirkjuritið - 01.04.1964, Side 7

Kirkjuritið - 01.04.1964, Side 7
KIRKJURITIÐ 149 Maður finnur til með síra Hallgrími og viknar eftir rúmar þrjár aldir. Einlægnin, viðkvæmnin og kristaltært mál brúar tímans straum. Hjer birtist oss í fyrsta sinn hinn væntanlegi höfundur Passíusálmanna. Arið 1651 er síra Hallgrímur kosinn, og veittur Saurbær á Hval- fjarðarströnd. Þar er nú fjölfarið, og jeg hygg að enginn fari þar um í fyrsta sinn, án þess að minnast síra Hallgríms. Minning hans fyllir út í fjörðinn. Lognið er hvergi meira, þegar sólin stafar geisl- um sínum á skógivaxnar hlíðar og sljettan sjó, og Þyrillinn segir td um hvirfilbyl og æðandi særok. Það er komið við í Saurbæ og fúið inn í Hallgrímskirkju, sem er varanlegt og virðulegt minnis- merki. Það er gengið undir Hallgrímsstein, þar sem síra Hallgrím- ur sat löngum hugsi, og naut hins fegursta útsýnis yfir fjörð, og hið innra með sjer yfir Ijóðheima. Það er spurt um, hvað Ferstikla þýði. Ferstikla merkir skjólgarð, sem byggður er í kross. Þar var Slra Hallgríms síðasta skjól. Þar lá hann banaleguna, gerði kross- mark fyrir sjer að venju, og orti andlátssálmana þrjá, dauðvona, en þó í fullu skáldafjöri: Finn jeg að angum förlast sjn. Falla tekur nú heyrnin mín. Hendurnar hafa mist sitt magn. Minn fótur vinnur ekkert gagn. Eg á það eftir eitt enn nú að deyja. Og enn fremur: Lamh Guðs, sem líf mjer fann, Láttn mig vera sáttan við sjerhvern mann Samt þig, minn herra. Gef þú mér góða menn gröf mína taka, Og meðan anda enn, yfir mjer vaka.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.