Kirkjuritið - 01.04.1964, Qupperneq 8

Kirkjuritið - 01.04.1964, Qupperneq 8
150 KIlíKJURITIÐ Meðtak þú mtna önd, minn Jesú Kriste. I þinni heilla hönd hún sje og gisti. í Hvalfirði var öll framtíð síra Hallgríms til æfiloka. Þar fjekk hann skjól fyrir næðingi Suðurnesja, og átti marga hollvini meðal höfðingja, og allrar alþýðu manna. Jeg nefni hvorttveggja, því sautjánda öldin er öld mikillar stjettaskiftingar. Hann kemst vel af. „Sá hefir bezt út býtum, Sem búið getur að sínu einn." íslenzkir prestar hafa, fram á vora tíma, ýmist verið „sljettir” bændur eða kirkjuhöfðingjar, og allt þar á milli. Síra Hallgrímur var hvorttveggja, bóndi og prestur, í góðu jafnvægi. Honum er gefinn sá vitnisburður, að siðferði hafi verið „uppá sljetta bænda- vísu”, og mun þar átt meir við klæðaburð, framkomu og umgengni en siðferði í nútímamerkingu, sem var lýtalaust. Hann var annars- vegar alþýðumaður í beztu merkingu, sem hafði horn í síðu stór- bokka og stoltarmanna, hinsvegar grandvar guðsmaður, sem bar virðingu fyrir heilögu prestsembætti, og ætlaðist til hins sama af öðrum. Síst skal: sæmd neita, Sannleik umbreyta, Til reiði prest reita. Og ekki var síra Hallgrímur skaðasár, þegar bærinn brann og öll búslóð. Syrgja skal spart, Þó missi jeg margt, Máttugur herrann lifir. Fyrstu tíu árin í Saurbæ er síra Hallgrímur síyrkjandi. Þá nær hann snillingstökum á hörpu sinni. Orðsnild og andagift er hans náðargáfa. Hjá honum fer saman efni og stíll, en stíllinn er sjálf-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.