Kirkjuritið - 01.04.1964, Side 9

Kirkjuritið - 01.04.1964, Side 9
KlRKJUIUTlt) 151 ur maðurinn. Þar er bæði lognalda og brimsúgur. Hann sækir efni- viðinn úr samtíð sinni, frá söguöld og í heilög guðspjöll. Mál hans er tært og skært, af vörum alþýðunnar, þrautræktað í frásögn, skáldskap og ritmáli frá upphafi Islands byggðar. A öld niðurlæg- ingarinnar kveður síra Hallgrímur kjark í sjálfan sig og þjóð sína, hug og dug, og kveikir framtíðarvonir líkt og Egill í sorg sinni. Síra Hallgrímur yrkir veraldleg kvæði, sem kallað er, sem bera vott um ljettlyndi hans og gamansemi: Misjafnt gengur mönnitm hjá I múga sumir heyið slá. Þó jafnt sje grasið jörðu á, Eg fce varla nokkurt strá. Lagskona mín, hún Leti fer, Löngurn út á tún með mjer. Sjaldan jeg því aleinn er. Ekki vil jeg skrökva að þjer. í viku sló í vettling minn, Og veltum honum í heygarðinn, Kom þá boli með kjaftinn sinn og kvomaði allan heyskaþinn. En þó síra Hallgrímur geti hlegið hjartanlega, þá er oftast eins °g sálmalag á bakvið. Bakvið gamansemina er undirstraumur al- vóru og jafnvel þunglyndis á stundum. Gleðja Guðs skara, gaman og alvara. Það er hófið, sem síra Hallgrímur marglofar, að hvorttveggja fari saman. Síra Hallgrímur yrkir heilræða- og fræðsluljóð, sem aiHr kunna: Ungum er það allra bezt, o. s. frv. Skáldið og prest- urinn er einn og sami maður. Hann yrkir þungar heimsádeilur ems og Meistari Jón flytur síðar af stól, og dregur arnsúg á flug-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.