Kirkjuritið - 01.04.1964, Side 12

Kirkjuritið - 01.04.1964, Side 12
154 KIRKJURITIt) Athvarf mitt jafnan er til sanns Undir purpurakápu hans. Þar hyl jeg misgjör'ð mína." Jeg ætla mjer ekki þá dul, að kveða upp neinn allsherjar dóm fyrir alla. Svo margir sálmar og vers eru óviðjafnanleg. En af því jeg kýs, að láta síra Hallgrím sjálfan tala til yðar, þá vel jeg nokkr- ar tilvitnanir úr 25. og 27. sálmi. Þeir eru um útleiðslu Krists úr þinghúsinu og samtal Pílatusar við Gyðingana, og mynda eina heild ásamt næstu sálmum, þó víða sje komið við í útleggingu og heimfærslu. En með því út var leiddur Alsœrður lausnarinn, Gjörðist mjer vegnr greiddur I Guðs náðar ríki inn. Og eilíft líf annað sinn, Blóðskuld og bölvun mína, Burt tók Guðssonar pína. Dýrð sje þjer, Drottinn minn. Þá sjer síra Hallgrímur fyrir sjer sína eigin útför: Út geng ég ætíð síðan, I trausti frelsarans Undir blœ himins blíðan, Blessaður víst til sanns, Nú fyrir nafnið hans, Útborið lík mitt liðið Leggst og hvílist í friði, Sál fer til sœluranns. Svo munu Guðs englar segja (um síra Hallgrím): Sjáið nú þennan mann, Sem allskyns eymd rjeð beygja

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.