Kirkjuritið - 01.04.1964, Síða 25
KIItKJUIlITIÐ
167
Uppruni og átthagar
Davíð Stefánsson var fæddur í Fagraskógi við Eyjafjörð, 21.
janúar 1895, þar sem faðir lians: Stefán Stefánsson var bóndi
°g béraðshöfðingi, manna vinsælastur og langa liríð alþingis-
inaður. Faðir Stefáns og afi voru báðir klerkar, og voru í þeim
aetlbring gáfumenn og skábl, eins og til dæmis séra Björn Hall-
dórsson í Laufási og Klettafjallaskáldið: Stephan G. Steplians-
son. Einkum mun þó Davíð liafa sótt skáldgáfuna í ætt móður
sinnar, liinnar elskulegustu og mikilliæfustu konu, Ragnlieiðar
Davíðsdóttur, prófasts á Hofi, Guðmundssonar. En móðir henn-
ar og amma Davíðs var Sigríður Ólafsdóttir Gunnlaugssonar
briems sýslumanns á Grund í Eyjafirði. Var Sigríður liið bezta
skáldmælt eins og systkini liennar flest eða öll, en af þeim er
bunnastur Valdimar Briem, vígslubiskup, sem svo mjög liefur
prýtt sálmabók vora með andríkum og dýrðlegum sálmum.
Faðir þessara systkina, Ólafur Briem, timburmaður á Grund,
var svo liraðkvæður, að með ólíkindum þótti, og var farinn að
vrkja rímur um fermingaraldur. Er skáldgáfan í Briemsætt-
inni rakin til Svefneyjarmanna, enda var Ólafur á Grund heit-
inn í liöfuðið á Ólafi föður Eggerts varalögmanns, sem Gunn-
laugur Briem virti mest frænda sinna. Dómbildur, kona Ólafs
á Grund, var líka skáldmælt og allir bennar bræður, en faðir
þeirra systkina var Þorsteinn Gíslason, fræðimaður og rímna-
skáld á Stokkablöðum.
Af þessu stutta yfirliti má sjá, að margar skáldrætur liggja
Iiér til einnar áttar, þó að aldrei næðu þær fyrr að bera svo
ítran og fagran blóma eins og skáldskap Davíðs Stefánssonar.
En vita mátti, að af svo listrænni og ljóðrænni ætt lilyti ein-
bvern tímann að renna upp sá baðmur, sem liærra bar limið
og skrúðmeiri var en önnur skógarins tré. Slíkur ættlaukur var
óavíð Stefánsson.
1 Fagraskógi ólst hann upp við mikið ástríki, enda liefur
bann ]ýst þeim stað með ógleymanlegum liætti í síðustu bók
sinni: Mœlt mál. Tók hann ekki einungis órjúfandi tryggð við
þetta ættaróðal, lieldur og við sveitina alla og fólkið, sem þar
bjó, bændur og sjómenn. Hann var kunnugur baráttu þeirra
og lífsstríði og skipuðu þeir ávallt mikið rúm í liuga bans. Hann
unni sveitalífinu af albug, og livert sem liann fór, kallaði byggð-
111 hann stöðugt á ný: