Kirkjuritið - 01.04.1964, Page 27

Kirkjuritið - 01.04.1964, Page 27
KIRKJURITJD 169 ist aði því loknu og lá sjúkur tímum saman, bæðii heima lijá sér og í Kaupmannahöfn. Má nærri geta, hvílík álirif það lilýtur að hafa haft á svo næmgeðja svein að verða á örasta vaxtar- skeiði að horfast á þennan liátt í augu við dauðann. Aldrei verður lífið dýrmætara en þegar oss finnst það vera að hverfa fi'á oss með allar vonir og þrár órættar. Dauðinn er mikill siðameistari. Andspænis lionum verður oss það ljósast, livernig vér sóum tímanum, iðulega í tómt fánýti, og hversu hróplega tækifaerin eru misnotuð, þau sem nota má til að gera lífið yndislegt. Mundi ekki ungur og gáfaður maður, staddur í þess- um vanda, lieita Guði og sjálfum sér því að nota tímann vel, ef náðarstundin yrði framlengd? Víst er um það, að alvaran knýr alltaf til hugsunar um gátur lífsins. Og áður en varir taka lindir skáldskaparins að niða og streyma fram í liugann. Þján- ingin hefur gert fleiri menn að skáldum en meðlætið. Andstæð- urnar gefa mönnum sýn. Svartar fjaðrir og fleira Eftir að Davíð liresstist settist liann í Menntaskólann í Reykjavík. En nú var liann ekki nema með liálfan liugann við námið. Hann liafði fundið sína köllun. Sama ár og hann tók stúdentspróf kom fyrsta ljóðabók lians, Svartar fjaSrir, út og Idaut hinar beztu viðtökur. Enda þótt þessi fyrsta bók lians sýndi ef til vill á stöku stað fálmandi tök ungs manns við streng- leikinn, var þó meiri hluti þessara kvæða svo undarlega fágað- ur og fullkominn skáldskapur í sinni einföldu fegurð, að öllum, sem vit höfðu á, varð á svipstundu ljóst, að Island hafði eign- ast mikið skáld. Og reyndar liefur engin bók lians til þessa dags orðið vinsælli, að minnsta kosti lijá ungu fólki. Viðfangs- efni hans liafa orðið stærri með liverri bók, vizka hans og djúp- liygli vaxið, trú hans orðið meiri. Ef til vill kulnuðu eldar æsk- unnar ofurlítið eða tilfinningunum var lialdið í fastara jafn- v*gi. En honum veittist sú gæfa, sem einungis er gefin mjög gáfuðum mönnum, að láta ekki áróður eða ofstopa villa sér sýn. Hann sá því betur til stjarnanna, sem árin færðust fleiri yfir. Hann var ekki aðeins snillingur ljóðsins, lieldur einnig hins 'naelta máls. Það sýna leikrit lians, skáldsaga lians, Solon Js- landus, og ritgerðir hans. Allt, sem frá lians liendi liefur komið einkennist af lireinum stíl og heiðríkri liugsun.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.