Kirkjuritið - 01.04.1964, Page 29

Kirkjuritið - 01.04.1964, Page 29
KIRKJURITIÐ 171 í fyrsta kvæðinu í bók sinni Ljó<5 frá tiftnu sumri, kenist liann þannig að orði: Segið |>að móður minni að mig kveði til 1 jóða andi frá ókunnu landi og ættjörðin góða, máttur, sem storm stillir stjörnublik á tjörnum, og löngun til að lýsa leitandi börnum. Þannig verður liann smám saman meir og meir vitandi um spámannsköllun sína. Andinn frá ókunnu landi, liinn mikli og eilífi, sem í öllu og alls staðar býr, talar engu síður af tungum skálda og listamanna en munni spámanna, liafi þeir löngun til að lýsa „leitandi börnum“. Þeirra lilutverk er að lyfta tilfinn- mgum og vitundarlífi mannanna í liærra veldi, nær Guði. Þess vegna liafa engir gefið oss dýrari gjafir en þeir, sem gert bafa oss skyggnari á fegurð, og skilja þjóð sinni eftir listaverk, seni fyllt geta aldna og óborna miklum unaði. Slíkar voru gjafir Davíðs Stefánssonar. Ljóð hans verða eign þjóðar vorrar eins lengi og íslenzk tunga er töluð. Ástarskáldiö Á þessari stund og stað verður ekki unnt að gera nokkra verulega grein fyrir þeirri miklu auðlegð ódauðlegra ljóða, sem Davíð hefur gefið þjóð sinni. Þessi ljóð eru undursamleg í fjölbreytni og yndisleg í einfaldleik sínum, leit að lireinni feg- urð og sannleika. Aðeins fáar atbugasemdir verða að nægja að lokum. Sumir liafa litið svo á, að Davíð væri fyrst og fremst ástaskáld, stundum dálítið léttúðugur og boðandi skefjalausra lífsnautna. Þó að þ essu kunni að bregða fyrir í æskuljóðum hans, fer því fjarri að þ essi skilningur sé fyllilega réttur. Hann var að vísu mikið ástarskáld. Ástin var það, sem gerði hann að skáldi. En hann yrkir ekki aðeins um ástir kvenna. Sál hans beinlínis logar og brennur af ást til allrar veru, til lands °g þjóðar og til allra landa og kynkvísla, og ekki sízt til smæl-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.