Kirkjuritið - 01.04.1964, Qupperneq 33
KIRKJURITIÐ
175
fegurðarinnar af brennandi þrá, verðj stundum einmana á þess-
ari jörð innan um þá, sem troðast um á markaðstorgi lífsins við
í'nnni verkefni. Hver skilur þá til fulls, sem brjótast frá sókn
kinna vinnandi vega, til að þjóna andanum mikla og ókunna?
tn menn hafa stundum veður af kyrrðinni í kringum þá og
stendur ógn af lienni. Þannig fundu margir, að þeir gátu ekki
fylgt Davíð og fóru lijá sér að gera lionum ónæði.
Oft var liann því einmana. Sumir liéldu ef til vill, eins og oft
verður um slíka menn, þegar þeir eru annars liugar, að fálæti
þeirra stafi af stórmennsku. Því fór fjarri um Davíð. Hann var
allra manna ástúðlegastur og lítillátastur í eðli sínu, eins og
Hiikilla manna er liáttur, viðkvæmur og auðmjúkur eins og
barn. Þannig eru stór skáld innst inni. En
Svo einmana verður enginn
að ekki sé von á gesti,
riddara á rauðum klæðum,
sem ríður á bleikum hesti.
Nú liefur riddarinn á hinum bleika hesti dregið hann uppi.
Ég þykist þess viss, að glaður liafi liann stigið á bak til að láta
fölvan jó flugstíg troða. Lengi mun íslenzk þjóð heyra hófa-
dyninn af för bans inn í Logalönd eilífðarinnar og sakna síns
Ijúflings.
Glæsilegu og blessunarríku lífsskeiði er lokið. Arfurinn er
mikilþ sem Davíð Stefánsson hefur eftirlátið þjóð sinni. Megi
l>ann ávaxtast í aldir fram.
Með virðingu og þökk ertu kvaddur af þjóð þinni. Hann, sem
er allra skapari og skjól, liann, sem þú þjónaðir af auðmýkt
l'jarta þíns, blessi þig og varðveiti að eilífu.
Sýnum þaá í vilja og verki, art við trúum á Guú og treystum mönnumim.
^Ver? sem það gerir, gengur fagnandi inn í framtíðina.
Davífi frá Fagraskógi.