Kirkjuritið - 01.04.1964, Qupperneq 34

Kirkjuritið - 01.04.1964, Qupperneq 34
Gunnar Árnason: Pistlar Landit) — tungan — trúin Minnst er tveggja þjóðskálda í þessu hefti: Hallgríms Péturs- sonar og Davíðs frá Fagraskógi. Báðum var lieilagt og hjartfólg- ið þetta þrennt: landið, tungan og trúin. Hallgrímur yrkir ekki ættjarðarkvæði í venjulegri merkingu. Hitt var þá siður að kveða meira um aldarháttinn, og sjaldnast lofsamlega. En þar sem endranær ber kvæði Hallgríms af, svo að Aldarháttur hans telst til snilldarkvæða þann dag í dag. En þótt Hallgrímur lýsi hvorki landslagi né fari beinum orð- um um ættjarðarást sína, nægir að minna á eitt vers Passíu- sáhnanna til sönnunar ást lians á landinu og tungunni og trúnni, þetta: Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess eg beiði, frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt út breiði um landið hér, til heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð, lætur vort láð lýði og byggðum halda. Þýðing Hallgríms Péturssonar fyrir varðveizlu íslenzkrar tungu verður ekki vegin né metin og liggur of oft í þagnargildi- Líklega á enginn þar meiri hlut að máli. Á meðan Passíusáhn- arnir voru lesnir og lærðir af öllum mönnum að kalla í land- inu, gat íslenzkan ekki orðið úti.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.