Kirkjuritið - 01.04.1964, Síða 36

Kirkjuritið - 01.04.1964, Síða 36
KIRKJURITIÐ 178 ar. Eru þó flestir þeirra frægir fyrir að liafa unnið þ.jóð sinni meira til gagns og sóma en almennt gerist. Gleðilegast við ávarpið var það, live það var laust við alla flokkspólitík. En það sorglegasta, að það var a. m. k. tveim ár- uni of seint á ferðinni. Fáuni mun til hugar koma að það verði tekið til greina. Það mun fáheyrt að stjórnmálamenn játi það á sannanlegan og áþreifanlegan liátt, að sér kunni að liafa orðið mikil skyssa á. Og á það að vísu við um oss öll. Jafnvel þótt uni liag ættjarðar- innar sé að ræða. Eina úrbótin í málinu eins og sakir staiula er, að knýja fram íslenzkt sjónvarp sem fyrst, svo sem áður liefur verið vikið að liér í pistlunum. En skrýtnar eru sumar rökfærzlur ,,sjónvarpseigenda“ -—- ekki þó sú að þeir liafi raunar verið gahbaðir, ef svipta ætti þá möguleikunum til að njóta Keflavíkursjónvarpsins — nei, lieldur þær, sem hníga í þá átt, að það hefði verið moldvörpu- sjónarmið að leyfa ekki stækkun sjónvarpsstöðvarinnar í Kefla- vík og koma í veg fyrir að menn nytu þessa mikla menningar- tækis sem fyrst og að það skipti svo sem engu máli, liverjir reki sjónvarpsstöð hér á landi. Hvers vegna töldu menn þegar í upphafi að ríkiS ætti að reka útvarpið? Hvers vegna þarf einkaleyfi til að flytja inn og selja útvarps- og sjónvarpstæki? Er ekki hvort tveggja tak- mörkun á persónufrelsinu? Hvers vegna leggja lieldur engir til að leitað sé hófanna við yfirmenn á Keflavíkurflugvelli um að koma upp endurvarps- stöðvum um allt land, svo að allir Islendingar geti strax notið sjónvarpsins — og helzt komizt lijá þeim kostnaði að stofna lil eigin útvarpsstöðvar og reka hana? Svörin við þessum spurningum liggja í augum uppi. En það er furðuleg vanþekking eða fáránleg sjálfsblindm? þegar sagt er í reigingslegum tón, að ekki þurfi að óttast nn> íslenzkuna. Henni liafi nú boðist brattara áður fyrr og hún staðið af sér allar ógnir. Eins og allir viti ekki, að ekkert er vottfastara af sögunni en það, að fjölmennar þjóðir — hvað þá sárafámennar eins og vér — hafa týnt trú sinni og menn- ingu á öllum öldurn. Tala Danir, Norðmenn og Svíar sama mál nú og fyrir 1000

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.