Kirkjuritið - 01.04.1964, Síða 37
KIRKJUIÍITIÐ
179
arum? Var nútíma enska mál Engla og Saxa í uppliafi? Er
ekki sjálf latínan — já, forngrískan líka — dautt mál nú á
‘lögum?
Og íslenzkan liefur verið í rniklum voða, þótt hún bjargaðist
a undursamlegan hátt í það sinn. Hér verður að nægja eitt dæmi
11111 það. I Minningabók sinni skýrir Þorvaldur Thoroddsen frá
tneiðyrðamáli, sem Þóróur Thoroddi, afabróðir lians, lenli í.
•Bls. 7 og 8). „Um þetta orðamál er getið í Lögþingisbókinni
1^87, og getum vér þess nánar af því það lýsir réttarfari þeirra
tnna og lögfræðinga-íslenzkunni í þá daga, sem var svo dönsku-
skotin, að hún má frekar lieita vond danska, en vond íslenzka“.
■ Dómurinn hljóðar þannig:
«í*ar sem kann af Vitnanna Udsigende líklega að sluttast, að
^au Oanstendugu Ord og Nöfn, sem Tlioroddi gaf Capitain
Uahl í Reykjavíkur Krambúð þann 31. Martii næstl. hafe í
Overilelse, Fremfusenhed og Hastugheitum framfærd vered,
ei1 ekki af Forsettu til að lædera Captainsens Personu gott Nafn
°g Rigte, livad Thoroddi og so sjálfur i sinu Innlegge fyrir
þessum Lögþinges Rette declarerad hefur, því modererast Sýslu-
JHannsens Vigfúsar Heraðs-Dómur gengen í þessu Ordamale so-
leides: Að Þórður Thoroddi skal betala til Capitain Dahl,
kanns Fullmegtugum Mr. Paule Jonssyne til Meðtökvi 10 Rd.
Courant, sem rigtuglega sie betaladur til lianns innan 6 Vikna
að heyrðum þessum Dome under Adför og Execution að Lög-
11111: fyrir grofar Expressioner i Mr. Tlioroddi hier framlögð-
11111 Innleggjum betalar hann til Justitz Cassen 1 Rd. Courant
söinu SöÍum“.
Ætli þeini, sem svo skrifuðu og töluðu, hefði ekki gengið illa
að lesa mál Hallgríms og Davíðs? Getur þetta ekki endurtekist
1 einhverri mynd?
Cg var ekki alls fyrir löngu á tveim samkomum. Þar sungu
börn og unglingar öllu meira á erlendu máli en íslenzku. Ekk-
ert Ijótt við það. En hleypti í mig hálfgerðum hrolli. Slíkur
8°ngur á dönsku hefði verið lítt liugsanlegur fyrir um fjórum
aratugum, undir líkum kringumstæðum. Þá vorurn vér að berj-
ast fyrir sjálfstæði og frelsi. Nú þykjumst vér eiga slíkt tryggt
< llls og bankainnstæðu, sem vér gleymum að getur rýrnað og
Carið forgörðum. Og ættum vér þó að vita það og vera þess