Kirkjuritið - 01.04.1964, Page 41

Kirkjuritið - 01.04.1964, Page 41
1‘jarni SigurSsson: Úrelt kirkjulöggjöf kkki var trútt um, að einliverjir hrykkju við, þegar einn ný- björinna Reykjavíkurpresta gat þess, aiN sóknarbörn kallsins, sem liann fluttist úr, væri ekki fleiri en íhúar eins fjölhýlishúss ' öN kirkjuna í borginni. Islenzk kirkjulöggjöf er svo úrell að stofni til, að fjölmörg úkvaeði hennar eru óframkvæmanleg. Engin stofnun önnur á Islandi býr við löggjöf, sem stendur jafnfúnum fótum í tímum einveldis og örbjargar. Lögin um skipan prestakalla, sem þó eru 1 hópi nýlegra laga, eru ekki annað en ný bót á gömlu fati. Þau eru jafnframt glöggt dæmi urn úrelta löggjöf kirkjunnar. Þess 'egna verður þetta sama sagt um ýmis prestaköll, að íbúar þeirra séu ekki fleiri en eins liúss í borginni. Meðan starfskraft- ar kirkjunnar eru skornir svo við nögl sem nú er, verður þeim mun brýnna, að hún gæti fyllstu hagsýni. Nú er tvennt til. Annað hvort fæst enginn til að setjast í þessi hunennu jirestaköll eða þá, sem þar sitja, brestur verkefni í embætti. Er hvorugur kosturinn góður. Hitt er þá ekki síður athyglisvert, að samtímis eru önnur prestaköll of fjölmenn til að nokkur prestur geti gegnt þeirn sómasamlega nema ofhjóða starfsþreki sínu. Þannig nýtast góðir starfskraftar hvergi nærri eins og efni standa til. Til að sýna, að hér er ekki farið með staðlausa stafi, vil ég benda á eitt dæmi. I sýslu einni eru þjónandi sjö prestar, allir á bezta aldri og áhugasamir. Samanlagður íhúafjöldi í þessum SJÖ prestaköllum er ekki einu sinni þriðjungur þess, sem er í fjölmennasta kalli landsins, þar sem einn prestur þjónar. Hvaða stofnun önnur en íslenzka þjóðkirkjan liefur efni á ilð sóa starfskröftum sínum á þennan liátt? Eða liefur liún

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.