Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 4
242 KIRKJURITIÐ Jesaja 45, 15: „Sannlega ert þú Gu<5, sem hylur þig, Israels GuS, frelsari“. Texti minn í (lag er tekinn úr síðari lilnta Jesajaritsins. Um síðari lielming þess rits (kap. 40—66) vita menn nú, að hann er alls eigi ritaður af Jesaja, lieldur er liann sjálfstætt rit, sem fært hefir verið í letur af einhverjum lierleiddum Gyðingi í útlegðinni austur í Bahel, þá er liin mikla liörmung var geng- in yfir Jijóð hans, sjálfsagt meira en hálfri annarri öld eftir daga Jesaja. ■— Vísasl liefir trú Israelsmanna, ekki sízt hinna beztu þeirra, aldrei komist í aðra eins eldraun og þá er hin útvalda þjóð var flutt burt úr landi sínu og um leið svift öll- um vonum um það, að framtíðardraumur hennar gæti rætzt með þeim hætti, er þeir höfðu lialdið. Öll trú Israelsmanna á sérstaka liandleiðslu Guðs virtist verða að engu, er útlendir fjandmenn tóku landið Iierskildi, lögðu Iiöfuðhorgina í eyði og rifu musterið niður í rústir. — En eftir að liinir herleiddu Gyðingar Iiöfðu setið um hríð austur í Babel, og sumir misst alla trú á mátt og handleiðslu Guðs síns, tók þessi einkenm- legi spámaður, seni vér eigi vitum nein deili á, ekki einu sinm Iivað liann Iiét, að reisa aftur við trú ísraelsmanna. Hann las nýjar vonir út úr atburðunum þar eystra, vonir um lausn fyr- ir hinn herleidda lýð. Og í sambandi við þær vonir, sér hann að allar hörmungar herleiðingarinnar liafa ekki verið tilgangs- lausar; æðra og meira marki sé náð með lierleiðingunni en hann eða nokkurn annan hafði grunar. Og nú furðar haiin sig mest á þessu, hve Guðs vegir séu oss huldir, og livernig Guð starfi í kyrrþey og án þess að á því beri; hann felist svo að segja bak við viðburðina. Fyrir því fái sá einn komið auga a starfsemi lians og handleiðslu, sem öðlast hafi andlega sjón og horfi djúpt. En liinir, sem aðeins sjái yfirborðið og aldrei festi liugann við neitt nema hið ytra, verði hans alls eigi varir. ' Og fyrir því er það, að þegar Jiessar nýju vonir taka að glæð- ast í brjósti lians, og hann sannfærist um, að hörmungar þjóð" ar lians ætla að leiðast út alt annan veg en liann hafði búist við, ]>á kemur jjessi játning fram á varir lians: „Sannlega ert þú GuS, sem hylur þig, tsraels GuS“.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.