Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 24
Gunnar Árnason: Pistlar Menning Fá orð ber oftar á góma né sjást tíöar á prenti en orðið menn- ing. Og næstum alltaf virðist merking þessa vera talin jafn sjálf- gefin og um alkimnngt og óumbreytanlegt fjall væri að ræða. Sannleikurimi er samt sá, að fá orð í málinu eru öllu margræð- ari né tímabundnari liugsunarhætti þeirra, sem bera þau í munn. Algild skýring bvort beldur á almennri menningu eða ís- lenzkri menningu mun ekki finnast í neinni fræðibók. Flestir munu þó sammála um, að í orðinu felist tilvísmi til þess, sem greinir manninn eittbvað frá öðrum lífverum og bef- ur bann á einhvern hátt upp yfir þær: Þroskaðir vitsmunir, há- leitl hugarfar, listiðkanir, allt sem stuðlar að göfgi, þróaðra samfélagi, aukinni mannúð. Sigrar vísindanna bæði á sviðum þekkingar og tækni, sem lengja mannsævina, tengja og treysta samfélagsböndin, stór- auka þægindin, flytja æ fleirum sí meiri fræðslu og skemmtan, eru að sjálfsögðu menningartákn. Meira að segja lielsprengjan er sigur mannsandans og því menningarmerki — segja sumir að minnsta kosti. En við það að nefna slíkt skaðræðisvopn verður oss ljóst að ekki má ofmeta j>á 11 vilsins eða snilldarinnar í menningunni. Manngöfgin cr mannvitinu enn meiri og bollari. Kristnin befur mest og bezt leitt oss til þess skilnings. Aldrei í sögu mannkynsins hefur mannúðin verið jafn viður- kennd og víðtæk og á vorum dögum, þrátt fyrir allar nndan- tekningarnar. Margþætt samstarf Sameinuðu þjóðanna, félags- þroski velferðarríkjanna og ýmiss konar hjálp við vanþróuðu þjóðirnar vitnar allt um þetta. Ef rakið er til róla sannast, að það er ýmist sprottið af kristnum anda eða í fullu samrænu við liann.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.