Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 43
KlitKJUUITID 281 Simon Jóh. Ágúslsson: UM ÆTTLEIÐINGU. Almenna bókafélagiS 1964. Ættleiðinguin hefur fariíV sífjölg- andi hérlendis síð'ustu áralugina. lyrst á öldinni var aðeins veitt eitt leyfi, eða svo, árlega, en allt að því hundrað upp á síðkastið. Ættlciðing er sannarlega ekki jafn einfalt mál °ít áhrifalítið og að drekka vatn úr holla. Hún getur stöku sinnum ver- 'ð eðlileg og alll að því sjálfsögð. En lang oftast er hún inikið álitainál °g óútréiknanlegt hvaða dilk húu ‘Iregur á eftir sér. Því fylgir alltaf ■nikil áliætta á háða hóga þegar for- eldrum fæðist barn. En sú áhætta er enn ineiri og inargbrotnari, ef ein- staklingur eða hjón fá harn gefins. Uin þetta mikla vandamál: skilyrði, undirhúning, aðilja ættleiðinga og ðtal annað, lieftir mikið vcrið skrif- að erlendis en næsta lítið á íslenzku, Urr en Ámiann Snævarr prófessor ntaði grein sina: Ættleiðing og ætt- leiðingarlöggjöf 1959, og ofangreind Eók. Styðst hún við fjölda erlendra heiniildarrita og fjallar um öll meginatriði varðandi ættleiðingar. Rætt er um mismun ættleiðing- ar og fósturs, gerð grein fyrir að- ®töðu mæðranna til ætlleiðinga, en itarlegast að sjálfsögðu ritað unt astæður þær, er liggja til grundvall- ar því, að kjörforeldrar æskja að fá ættleitl harn og hvaða vitneskja er nauðsynlegust um kjörharnið svo að 'ænta megi góðs árangurs. Hér eru “ðeins nefndir gildustu þættirnir. Franisetningin er ljós og skipuleg og hverjum inanni auðskilin. Fróð- leikur og víshendingar hókarinnar eru nauðsynlegar til íhugunar «>11- um, sem hyggja að gefa harn sitt eða langar lil að eignast kjörbarn. Barnaverndarnefndum er þetta einn- ig þörf handhók. liókin er hið ylra sein innra vel úr garði gerð. Ur. Malthías Jónasson: VERÖLD MILLI VITA. Almcnnu bókufélugi'ö 1964. Þessi hók er meiri að efnismagni en umfangi. Á tæpuin 200 síðum er vikið að ótrúlega mörgum liliðum manngerðarinnar, ýmissunt sviðunt sálarlífsins, hinum og þessuin mann- leguin samskiptum, hinni nýju heimsþróun, breyttri aðstöðu kon- unnar í þjóðfélaginu, gátunni um uppruna lífsins og skoðunum manna á dauðanum. Höfuðþættirnir eru þessir sex: Sálarlífsmótun og manngerðir. „Enginn skilur hjurlaö'". — Þegn tveggja heima. — Konan í samfé■ lagsbyltingu 20. aldar. — Á hverf- anda hveli. — MaSurinn — ráSgálu sjálfs sín. Hver þáttur greinist í sex lil níu aðra grennri. Og þeir síðan í fleiri eða færri þræði. Þarna er lærður sálfræðingur og heimspekingur að verki, sem skrifar þó ljóst og skemmtilega um sum þeirra mála, sem nú eru efst á baugi

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.