Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Page 11

Kirkjuritið - 01.06.1964, Page 11
KIRKJURITIÐ 249 náði og í raiin og sannleika elska Guð einlæglegast, livernig svo sem trúarjátning þeirra er. Og fyrir því getum vér bætt þriðja atriðinu við: Guð hylur sig, til þess að vernda frelsi vort. Hann vill ekki drottna yfir oss. Öllu liefur hann svo niður skipað í tilverunni, að liinn sið- ferðilegi frumkvæðisréttur sé vor og einstaklingseðli vort fái að njóta sín. Og þctta er óumflýjanlegt skilyrði, ef vér eigum í sannleika að öðlast andlegan þroska og eignast staðfestu í hinu góða. Þetta verður oss ljóst, ef vér berum það saman við uppeldi það, er mennirnir inna af hendi. Allir feður og mæður þekkja þá meginreglu viturlegs uppeldis — eða ættu að þekkja liana að ef ala á barnið upp til þess að það verði fært um að leggja eitt og óstutt út í lífið, þá má ekki drottna yfir því né bæla nið- Ur hina viðkvæmu frjóanga einstaklingseðlisins. Enginn má troða sínu eigin persónulega eðli upp á barnið, til þess að halda lífi þess í skefjum. Það gæti orðið til þess, að stofna framtíð karnsins í liættu. Hlutverk livers foreldris er þetta — og það er erfiu hlutverk —: með liægð og gætni að laða fram, þroska og i'ækta allt það í séreðli harnsins sjálfs, sem stefnir að góðleik °g sannleika og drenglyndi, og það án þess að verða séreðlinu °f nærgöngull. Og reyndin mun verða sú, að því minna sem á leiðbeiningunum ber, því betur mun uppeldið lánast.. Því að Idutverk foreldranna e"r ekki það, að koma barninu inn á ein- hverja ákveðnu leið, sem það aldrei geti vikið af, heldur hitt: aÖ gera harnið fært um að velja sjálft stefnuna. Og er ekki sú fyrirætlun Guðs með oss? Hann vill að vér velj- nm sjálfir stefnuna, verðurn færir um að berjast fyrir öllu, sem er göfugt og viturlegt, eignumst sjálfir andlega karlmennsku. ^g fyrir þá sök er það, að liann oft lætur oss fara óstudda gegn- nm myrkrið, og án þess að vita hvert stefnir. Það er engin yfir- skinsreynsla, sem vér lendum í. Það er full alvara. Þess er stund- nni af oss krafizt, að vér leggjum einir út í náttmyrkrið. Og náttmyrkrið getur stundum orðið inikið. Ég man það enn frá því cr ég var drengur, að eitt kvöld var ég á lieimleið frá næsta hæ nieð öðrum manni. Þá var náttmyrkrið svo mikið, að við nrðum hvað eftir annað að þreifa niður á jörðina, til þess að geta lialdið götunni. Og jafn erfitt getur stundum orðið að rata

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.